fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Kastaði glasi í andlit manns á English Pub – Það reyndist honum dýrkeypt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt karlmann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistaðnum English Pub í febrúar 2020.

Maðurinn var ákærður fyrir að kasta glerglasi í andlit annars manns með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut tilfærslu á vinstri hliðarframtönn.

Dómari ákvað að fresta ákvörðun um refsingu í málinu í tvö ár haldi hann almennt skilorð. Honum var þó gert að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 210 þúsund krónur vegna fjártjóns. Þá var honum gert að greiða málskostnað, 306 þúsund krónur, og málsvarnarlaun verjanda síns, 483 þúsund krónur, og 32 þúsund krónur í annan kostnað.

Samtals er þetta um ein og hálf milljón króna.

Árásarmaðurinn játaði brot sitt en í dómi kemur fram að hann hafi horfið af vettvangi eftir brotið og flutt af landi brott fljótlega eftir það. Maðurinn bar að honum hafi verið ókunnugt um að glasið hefði lent í andliti brotaþola og enn enn frekar að tjón hefði hlotist af háttsemi hans, sem hann vefengdi þó ekki.

Var litið til þess að maðurinn var ungur að árum þegar hann framdi brotið og af sakavottorði að dæma hefði hann ekki komist í kast við lögin fyrir eða eftir umræddan atburð á English Pub.

Á hinn bóginn þurfi einnig að líta til þess að maðurinn lét sér í léttu rúmi liggja hvar glasið lenti í umrætt sinn og það hafi ekki verið honum að þakka að ekki fór verr.

Dómurinn í málinu féll 30. desember síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“