Friðrik X Danakonungur hefur látið breyta konungskjaldarmerkinu. Hjálendurnar Færeyjar og Grænland eru nú meira áberandi á merkinu.
Á eldra skjaldarmerki mátti sjá hvítabjörninn (merki Grænlands) og hrútinn (merki Færeyja) saman í einum af fjórðungum skjaldarins. Nú hefur hvítabjörninn og hrúturinn fengið sína eigin fjórðunga og eru orðnir mun stærri en áður. Í hinum tveimur fjórðungunum eru merki Danmerkur og Suður-Jótlands.
Breytingin kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti en talið er að hún sé viðbragð við orðum Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að kaupa Grænland. Danir hafa engan áhuga á að selja Grænland og Grænlendingar sjálfir hafa engan áhuga á að vera seldir. Hins vegar er talið að Grænlendingar stigi brátt skref að fullu sjálfstæði.
Friðrik vék að samheldni í nýársræðu sinni. „Við erum öll sameinuð og stöndum staðföst að baki konungsríkinu Danmörku. Frá danska minnihlutanum í Suður Slésvík, sem er meira að segja staðsettur utan við konungsríkið, alla leið til Grænlands. Við eigum að vera saman,“ sagði hann.