fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Sigurbjörn Bárðarson með áhrifaríka ræðu – Lumbraði á þeim sem lögðu hann í einelti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. janúar 2025 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn landsþekkti hestaíþróttamaður, Sigurbjörn Bárðarson, var á laugardagskvöld vígður inn í heiðurshöll ÍSÍ. Er hann 26. íþróttagoðsögnin sem hefur verið tekin inn í heiðurshöllina.

Sigurbjörn á lengri keppnisferil sem íþróttamaður í fremstu röð hér á landi en nokkur annar. Hann hefur keppt í öllum greinum hestaíþrótta í 57 ár, er margfaldur Íslands- og heimsmethafi í skeiðgreinum, hefur 13 sinnum unnið til gullverðlauna á heimsmeistaramótum og unnið yfir 120 Íslandsmeistaratitla. Einnig hefur hann sigrað í flestum greinum Landsmóta, nú síðast árið 2022, þá 70 ára gamall.

Þegar Sigurbjörn hafði tekið við viðurkenningunni á samkomu íþróttafréttamanna í Hörpu, þar sem íþróttamaður ársins var útnefndur, flutti hann þakkarræðu sem var afar litrík og áhrifamikil.

„Draumar geta ræst, maður er eiginlega meyr og orðinn klökkur nú þegar. Að hljóta þann mikla heiður að vera útnefndur í frægðarhöllina, fá þar sæti meðal okkar stórkostlegustu íþróttaafreksmanna er eitthvað sem mann getur dreymt um, en að það sé veruleikinn tekur langan tíma að átta sig á. Þessi útnefning er mikill heiður fyrir mig og hestaíþróttina á heimsvísu. Keppnisferill minn sem hestaíþróttamaður telur 57 ár, ég hef því lifað tímana tvenna og orðið vitni að þeim gífurlegu breytingum sem hafa átt sér stað innan íþróttagreinarinnar,“ sagði Sigurbjörn meðal annars.

Sigurbjörn greindi frá því að hann hefði orðið fyrir einelti í æsku en eineltisseggirnir fengu líka að kenna hörku hans:

„Ég ólst upp í stórri fjölskyldu, þar sem ást og hlýja var í fyrirrúmi en lítil efni. Maður varð að læra og komast af og standa á sínum eigin fótum. Mótlætið herti mann og kallaði fram keppnisskapið og það hefur fylgt mér allar götur. Fæddur rauðhærður og ég varð fyrir einelti, uppnefndur Rauðskalli Brennivínsson, og þá voru þeir sem það gerðu hlaupnir uppi og lumbrað á þeim. Þeim lærðist það fljótt að lengja kallfærið úr 20 metrum í 100 metra og skapa sér flóttaleið. En það dugði ekki til, það má segja að þarna hafi vegferðin fyrir alvöru hafist og keppnisskapið orðið til.“

Sigurbjörn tók saman það sem hafði mótað hann sem afreksmann: „Gott uppeldi, brjálaður keppnisandi, háleitar markmiðasetningar, draumar og gott heilsufar hafa haldið manni gangandi. Reglusemin hefur kannski ekki spillt þar heldur.“

Ræðuna má heyra í heild á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þú ert að fara að deyja núna“

„Þú ert að fara að deyja núna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu
Fréttir
Í gær

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“
Fréttir
Í gær

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu
Fréttir
Í gær

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni