fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 19:30

Skipta þurfti um áhöfn vegna reglna um hvíldartíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Cathay Pacific Airways hefur beðið farþega afsökunar á 54 klukkustunda töfum vegna neyðartilviks. Farþegi veiktist og lenda þurfti með hann á Íslandi.

Cathay Pacific Airways hefur höfuðstöðvar í borginni Hong Kong. Miðillinn Hong Kong Transport greinir frá því að í gær, föstudaginn 3. janúar, hafi vél félagsins verið á leiðinni frá Toronto til Hong Kong þegar atvikið kom upp.

Farþegi veiktist og þurfti bráða aðhlynningu. Næsti flugvöllur var Keflavík og því var ákveðið að lenta þar með manninn.

Eftir að manninum var komið á spítala og búið var að taka bensín á vélina var hins vegar ákveðið að halda ekki áfram til Hong Kong heldur snúa aftur til Toronto. Ástæðan var sú að vegna reglna um hvíldartíma áhafnar þurfti að skipta um áhöfn í Kanada.

Þetta orsakaði alls 54 klukkustunda töf fyrir farþegana og eins og áður segir hefur flugfélagið beðið þá afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“