fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Vísar kaldri áramótakveðju Eflingar til föðurhúsanna – „Íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), um „áramótakveðjuna“ sem veitingamenn fengu frá Eflingu. Aðalgeir vísar þar til færslu sem Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, birti á Facebook skömmu fyrir áramót þar sem hann kallaði veitingaiðnaðinn á Íslandi „leikvöll fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ ævinni“. Sæþór kallaði eigendur veitingastaða sníkjudýr.

Sjá einnig:Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Aðalgeir svarar Sæþóri í grein sem birtist hjá Vísi. Þessi orðaskipti eiga sér nokkurn aðdraganda en undanfarið hefur Efling gengið hart fram gegn SVEIT út af kjarasamningi sem samtökin gerðu við stéttarfélag sem kallast Virðing. Virðing var stofnuð seint í haust og þó að stofnendur stéttarfélagsins séu sagðir starfsmenn í veitingageiranum þá hafa þeir flestir tengsl við eigendur og rekstraraðila í iðnaðinum. Þetta hefur valdið tortryggni og Efling heldur því fram að Virðing sé í raun gervistéttarfélag sem SVEIT hafi stofnað í laumi til að freista þess að lækka laun starfsmanna í veitingageiranum.

Aðalgeir segir færslu Sæþórs vera „aldeilis fallega áramótakveðju“ til íslenskra veitingamanna, viðskiptavina þeirra og þeirra þúsunda starfsmanna sem starfa í geiranum.

„Sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira.“

Aðalgeir segir að sleggjudómur Sæþórs sé í samræmi við hlaðvarpið sem stjórnarmaðurinn heldur úti sem kallast Marxískir mánudagar sem Aðalgeir segir í engu samræmi við íslenskan veruleika.

Bendir Aðalgeir á að Sæþór hafi farið verulega hörðum orðum um veitingageirann. Meðal annars sakað stéttina um mútur, að eigendur veitingastaða séu í rekstri til að fjármagna íburðarmikinn lífsstíl sinn en leggi ekkert til verðmætasköpunarinnar sjálfir.

„Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning!“

Spyr Aðalgeir hvert Ísland sé komið í kjarasamningsmálum þegar viðhorf sem þetta móti afstöðu samningsaðila öðru megin við borðið.

„Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar