fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. janúar 2025 12:37

Mynd/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool í fyrrinótt. Frá þessu greinir Vísir. Björn Ívar Jónsson, 21 árs, heldur með Liverpool í ensku knattspyrnunni og skellti sér því með fjölskyldumeðlimum til Bretlands til að sjá lið sitt á heimavelli.

Björn gerði sér glaðan dag í fyrrinótt og skellti sér á knæpu. Það fór ekki betur en svo að þegar hann var á leið sinni út réðst hópur unglinga á hann að tilefnislausu. Björn hlaut höfuðáverka í árásinni og var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann var um tíma í öndunarvél. Vísir ræddi við föður Björns, Jón Arnar Stefánsson, sem segir son sinn hafa verið í alvarlegu ástandi um tíma. Betur fór þó en á horfðist og Björn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær.

Sjö manns hafa verið handteknir vegna málsins, sex þeirra eru unglingar á aldrinum 15-18 ára. Sá elsti var 38 ára. Ungmennin ganga nú laus gegn tryggingu en þeim elsta hefur verið sleppt.

Það hitti svo vel á að læknirinn sem Björn hitti fyrir á sjúkrahúsinu er líka mikill Liverpool-aðdáandi og ætlar að tryggja að Björn komist á leikinn á sunnudag þar sem Liverpool mætir nágrönnum sínum í Manchester United.

Nánar má lesa um málið hjá Vísi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“