fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Ráðuneyti segir margt benda til að sveitarfélög fari ekki að lögum en það geti lítið gert í því

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 16:30

Innviðaráðuneytið er til húsa við Sölvhólsgötu. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innviðaráðuneytið hefur sent frá sér álit um skyldur sveitarfélaga samkvæmt lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Er það komið til vegna fjölda mála sem tengjast ítrekuðum kvörtunum vegna skorts á smölun sveitarfélaga á ágangsfé. Í álitinu segir að ráðuneytið hafi áður gefið út álit vegna slíkra kvartana. Segir ráðuneytið að svo virðist sem að í mörgum þessara mála hafi sveitarfélög ekki sinnt þeirri skyldu, sem þau hafi samkvæmt lögum, að smala fé sem verið hafi í lausagöngu á landi í eigu aðila sem ekki hafi gefið leyfi fyrir því. Ráðuneytið segir hins vegar að það geti lítið gert í þessu almennt en muni taka við kærum í einstökum málum.

Undanfarin misseri hefur borið töluvert á umræðu á samfélagsmiðlum um þetta ástand. Fjárlausir landeigendur kvarta yfir því að sauðfé gangi laust á landareignum þeirra og að sveitarfélög sinni lítt eða ekkert ítrekuðum beiðnum um smölun. Sauðfjárbændur kvarta á móti yfir tilraunum til að þrengja að fé þeirra og þeirri margra alda gömlu venju að fé gangi laust að sumri til.

Í álitinu vísar innviðaráðuneytið í fyrra álit, frá árinu 2023, en þar hafi það komist að þeirri niðurstöðu að það hvíli skylda á sveitarfélögum samkvæmt áðurnefndum lögum um fjallskil að smala ágangsfé. Önnur yngri ákvæði laga um búfjárhald sem mæli fyrir friðun á landi vegna ágangsfjár breyti ekki skyldum sveitarfélaga í þessum efnum.

Sjálfstæði

Í þessu fyrra áliti vísaði ráðuneytið til þess að sveitarfélög séu sjálfstæð og staðbundin stjórnvöld sem ráði málefnum sínum eftir því sem lög ákveði, samkvæmt 78. grein stjórnarskrárinnar. Væri það því í höndum sveitarfélaga að haga framkvæmd þeirra verkefna sem þeim sé falið að sinna samkvæmt lögum með skilvirkum og vönduðum hætti á grundvelli meginreglu sveitarstjórnarréttar um ábyrga fjármálastjórn og í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.

Ráðuneytið segir að frá því að það sendi frá sér álitið sem gefið var út 2023 hafi borist fjöldi kvartana, ábendinga og stjórnsýslukæra vegna málsmeðferðar sveitarfélaga á beiðnum íbúa um smölun á ágangsfé á grundvelli laga um fjallskil. Í erindum íbúa til ráðuneytisins komi meðal annars fram að sveitarfélög ýmist bregðist ekki eða seint við beiðnum eða að málsmeðferð og afgreiðsla beiðna um smölun innan sveitarfélagsins sé ýmsum vanköntum háð.

Þar á meðal séu ákvarðanir teknar af aðilum sem skorti hæfi í skilningi sveitarstjórnarlaga eða að óhóflegur dráttur sé á afgreiðslu málsins hjá sveitarfélögunum. Þá hafi ráðuneytið kveðið upp tvo úrskurði í febrúar og apríl 2024 vegna ákvörðunar sveitarfélaga um að hafna kröfu kæranda um að smala ágangsfé og vegna tafa sveitarfélags á afgreiðslu beiðni kæranda um að smala ágangsfé. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að synjun sveitarfélagsins á því að smala ágangsfé, í fyrrnefnda málinu, hafi verið ólögmæt og að í seinna málinu hafi engin réttlætanleg töf verið á afgreiðslu sveitarfélagsins.

Eftirlitið

Í þessu nýja áliti innviðaráðuneytisins eru því næst raktar í ítarlegu máli þær heimildir sem ráðuneytið hefur samkvæmt sveitarstjórnarlögum til að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Ráðuneytið geti fellt ákvarðanir sveitarfélaga úr gildi en ekki tekið nýja ákvörðun fyrir hönd þess. Það geti aftur á móti lagt það fyrir sveitarfélög að taka ákvörðun. Það geti einnig stöðvað greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða beitt dagsektum vanræki sveitarfélög skyldur sínar.

Samkvæmt 112. grein sveitarstjórnarlaga getur ráðuneytið tekið stjórnsýslu sveitarfélaga til athugunar að eigin frumkvæði.

Fjöldinn slíkur að eitthvað sé ekki í lagi

Ráðuneytið segir í álitinu að ljóst sé að sá fjöldi ábendinga, kvartana og stjórnsýslukæra sem borist hafi ráðuneytinu undanfarna mánuði, feli í sér vísbendingar um að afgreiðsla sveitarfélaga á beiðnum um smölun á ágangsfé á grundvelli ákvæða laga um afréttarmálefni og fjallskil valdi ágreiningi og sé hugsanlega ekki alltaf með lögmætum hætti. Hafi ráðuneytið því tekið til skoðunar hvort að ástæða sé til að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélaga í tengslum við beiðnir um smalanir á ágangsfé á grundvelli áðurnefndrar 112. greinar sveitarstjórnarlaga.

Segir ráðuneytið slíka skoðun á einstökum málum lúta tilteknum kröfum, meðal annars þeim að sveitarfélög þurfi að fá tækifæri ti að veita skýringar vegna kvartana áður en ráðuneytið taki afstöðu til þess að hvort ástæða sé til að fjalla formlega um stjórnsýslu þeirra á grundvelli þessarar greinar laganna.

Þegar ráðuneytið taki mál til skoðunar sem varði smölun á ágangsfé sé það ástand sem leitt hafi til málsmeðferðarinnar á enda þar sem féð sé horfið á braut. Því komi ekki til greina að gefa sveitarfélögum fyrirmæli um að bæta úr, fella ákvörðun úr gildi eða beita dagsektum eða stöðvun á greiðslum úr Jöfnunarsjóði.

Ráðuneytið segir að eðli slíkra verkefna sveitarfélaga sé þannig að úrræði þess dugi skammt til að tryggja að sveitarfélög gegni lögbundnum skyldum sínum þegar kemur að smölun. Málin séu atvikabundin og áðurnefnd úrræði dugi því skammt ef sveitarfélag tilkynni ráðuneytinu að það ætli sér að framfylgja ákvæðum laga um afréttarmálefni og fjallskil.

Skoðun lokið

Niðurstaða ráðuneytisins er því að fjalla ekki um þessi mál almennt á grundvelli 112. greinar sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið hafi áður gefið það út að sveitarfélögum sé skylt að smala ágangsfé og í tveimur áðurnefndum úrskurðum hafi stjórnsýsla sveitarfélaga verið úrskurðuð ólögmæt.

Ráðuneytið hafi þar með ákveðið að fjalla ekki um stjórnsýslu sveitarfélaga á grundvelli 112. greinar sveitarstjórnarlaga vegna þeirra kvartana og ábendinga sem því hafi borist um að sveitarfélög verði ekki við smölun á ágangsfé. Sé þeim málum því almennt lokið að hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið árétti þó að ákvörðun þess að fjalla ekki formlega um stjórnsýslu sveitarfélaga á grundvelli 112. greinar sveitarstjórnarlaga feli ekki í sér takmörkun á rétti aðila til að leggja fram stjórnsýslukæru á grundvelli 111. greinar laganna vegna ákvarðana sveitarfélaga um smölun á ágangsfé.

Leggur ráðuneytið að lokum áherslu á, þar sem vísbendingar séu uppi um að ágreiningur sé um stjórnsýslu sveitarfélaga í tengslum við beiðnir um smölun á ágangsfé, að það sé skylda sveitarstjórna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga að sjá til þess að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög. Ákvarðanir sem séu það ekki geti mögulega varðað bótaskyldu en dómstólar skeri úr um það.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur fær á baukinn fyrir umdeildar tillögur – „Stundum ertu algjör labbakútur Villi“

Vilhjálmur fær á baukinn fyrir umdeildar tillögur – „Stundum ertu algjör labbakútur Villi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna

Eitt af fórnarlömbunum í New Orleans með tengsl við bresku konungsfjölskylduna
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
Fréttir
Í gær

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“
433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glódís Perla er íþróttamaður ársins

Glódís Perla er íþróttamaður ársins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiður út af smámunasemi bílaleigu – „Ég fékk rukkun upp á 800 dollara“

Reiður út af smámunasemi bílaleigu – „Ég fékk rukkun upp á 800 dollara“