fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að nýtt þing sé ekki enn komið saman eftir kosningar virðist árið ætla að byrja fjörlega á hinu pólitíska sviði. Sigurjón Þórðarson, sem kjörinn var á þing fyrir Flokk fólksins í kosningunum í lok nóvember, lætur Þórarin Inga Pétursson, þingmann Framsóknarflokksins, heyra það í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þórarinn Ingi skrifaði pistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann viðraði áhyggjur sínar af boðuðum auðlindagjöldum á okkar stærstu atvinnugreinar.

„Þess­ar at­vinnu­grein­ar hafa drifið áfram hag­vöxt í land­inu og skapað verðmæt­ar út­flutn­ings­tekj­ur í þeirri hörðu alþjóðlegu sam­keppni sem þær búa við. Spor­in hræða vissu­lega þegar kem­ur að þess­um mála­flokk­um, en síðasta vinstri­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri-grænna kjör­tíma­bilið 2009-2013 hóf þá veg­ferð að ætla að um­turna sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu með inn­köll­um afla­heim­ilda. Sú veg­ferð varð til þess að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi fóru að halda að sér hönd­um, frost varð í fjár­fest­ing­um og óvissa skapaðist meðal þeirra þúsunda sem starfa í grein­inni,“ sagði Þórarinn Ingi og bætti við að vanda yrði til verka þegar gjaldheimta er boðuð af atvinnulífinu.

„Hin óljósa stefna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar verður til þess að fyr­ir­tæki í grein­inni halda að sér hönd­um í fjár­fest­ing­um. Það þjón­ar ekki hags­mun­um sam­fé­lags­ins,“ bætti hann við og tók fram að íslenskur sjávarútvegur væri hátækniiðnaður sem hefði borið íslenskt hagkerfi uppi í logni og stormi í gegnum tíðina.

Sigurjón, sem sat á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007, er þeirrar skoðunar að Þórarin Ingi eigi að fara sér hægt í umræðu um þessi mál.

„Stundum er gott að hafa vit á því að þegja,“ segir hann í færslu sinni í gærkvöldi og heldur áfram:

„Hér er Þingmaður Framsóknar að vanda digurbarkalega um fyrir nýrri ríkisstjórn – Boðskapurinn er að ekki megi hnika við einu né neinu þegar komið er að stjórn fiskveiða, en hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar og skilað minni afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar,“ segir Sigurjón og rifjar upp mál sem Þórarinn Ingi hefur komið að í gegnum tíðina.

„Það væri svo sem í góðu lagi ef helstu afrek kappans væru ekki að lögleiða ósvífna einokun með kjötafurðir og stefna framtíð grásleppuveiða við strendur Íslands í algert uppnám og með svo óvandaðri lagasetningu að hann var kærður fyrir brot á siðreglum þingsins. Væri ekki skynsamlegt hjá Þórarni Inga að hafa hægt um sig a.m.k. þar til búið er að greiða úr þeim ruglanda sem hann átti stóran þátt í að koma á, í þágu örfárra og á kostnað þjóðarinnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar