fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Hlutfall erlendra fanga aldrei verið hærra hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingar voru 33% þeirra sem afplánuðu dóm innan og utan fangelsa á Íslandi á nýliðnu ári og hefur hlutfallið aldrei verið hærra.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vísar í svar frá Fangelsismálastofnun við fyrirspurn blaðsins. Í blaðinu kemur einnig fram að aldrei í sögunni hafi jafn margir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í fyrra, eða 298 einstaklingar, og voru 70% með erlent ríkisfang.

Hlutfall erlendra ríkisborgara sem afplána dóma hér á landi hefur farið hækkandi á síðustu árum. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á að hlutfallið hafi verið 17% árið 2021, 21% árið 2022 og 28% árið 2023. Í fyrra var hlutfallið svo komið í 33% sem fyrr segir.

Íslendingum sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald hefur einnig fjölgað, ef marka má tölur Fangelsismálastofnunar sem Morgunblaðið vísar til. Árið 2024 voru 90 Íslendingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald samanborið við 59 Íslendinga árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Í gær

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar