fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Leita að ungum Íslendingi sem er grunaður í mannshvarfsmáli á Spáni – Mætti ekki fyrir dómara í desember

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 20:00

Hinn ungi Íslendingur átti að mæta fyrir dómara í desember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari á Spáni hefur fyrirskipað að mannshvarfsmál hins 20 ára gamla Henry Alejandro Jiménez Marín verði enduropnað. Henry hvarf í borginni Torrevieja fyrir sex árum síðan. Ungur Íslendingur, herbergisfélagi Henry, hefur verið kallaður fyrir dóminn og hefur stöðu grunaðs manns.

Myndband af árásinni dreift

DV fjallaði síðast um málið fyrir ári síðan. Þá kom fram að Gina, móðir hins kólumbíska Henry, hafi krafist þess að málið yrði opnað. Henry hvarf á nýársnótt árið 2019 eftir partí í íbúðinni sem hann og Íslendingurinn leigðu í Torrevieja.

Ágreiningur kom upp á milli herbergisfélaganna þessa nótt og réðist Íslendingurinn á Henry. Níu manns horfðu á það þegar Henry var laminn nokkrum sinnum í höfuðið og tóku það upp á myndband. Myndbandinu var dreift á samfélagsmiðlinum Whatsapp en síðan eytt.

Henry hvarf fyrir sex árum síðan.

Á nýársdag átti Henry að fara til móður sinnar en hún heyrði aldrei frá honum eða neinn annar síðan. Þeir sem voru í partíinu sögðu að Henry hefði hlaupið burt úr íbúðinni eftir árásina en ekkert sást í eftirlitsmyndavélakerfum sem studdi það.

Grunar Ginu að Henry hafi verið ráðinn bani í íbúðinni þessa nótt. Lögregla lokaði málinu vegna skorts á sönnunargögnum árið 2022 en fjölskyldan segir að það hafi ekki verið rætt við nein vitni að árásinni, til dæmis hinn íslenska herbergisfélaga.

Mætti ekki fyrir dómara

Gina, fjölskylda Henry og vinir hafa haldið málinu á lofti og nú hefur sú barátta loksins skilað sér. Dómari í umdæminu Orihuela hefur fyrirskipað að málið skuli opnað á ný.

Sjá einnig:

Krefjast þess að lögreglan rannsaki hvarf Henry – Laminn af Íslendingi hina örlagaríku nótt

Í blaðinu El Periódico de Espana og fleiri spænskum miðlum er greint frá því að hinn íslenski herbergisfélagi sé grunaður í málinu. Fyrra nafn hans sé Alexander en ekki er greint frá eftirnafninu eða hversu gamall hann sé. Aðeins að hann sé ungur.

Alexander þessi var kallaður fyrir dómara til að bera vitni í málinu í desember en mætti ekki. Fram kemur að ekki sé vitað hvar hann sé niðurkominn en í eldri fréttum af málinu kemur fram að hann hafi farið til Íslands strax eftir hvarf Henry en hafi síðan búið á Orihuela svæðinu.

Fagna opnun málsins

Þrátt fyrir að ekkert hafi spurst til Henry í fimm ár hefur lögreglan borið fyrir sig að ekkert lík hafi enn þá fundist. Fjölskylda Henry hefur verið mjög ósátt við þetta enda telur hún augljóst að Henry sé látinn.

Gina Marin hefur haldið málinu á lofti. Skjáskot/Youtube

„Það að málið hafi verið enduropnað eru góðar fréttir eftir langan tíma án nokkurra frétta af málinu,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. „En ef það er ekkert lík þá er enginn glæpur.“

Myndbandið sem tekið var upp af árásinni og deilt á samfélagsmiðla er líklega glatað nema að hluta til. Í málsskjölunum kemur fram að brot af myndbandinu sé til.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband