„Við höfum ítrekað varað við því að Danir og bandamenn þeirra, stigmagni átökin með því að veita úkraínsku nasistunum hernaðarstuðning. Það neyðir Rússland til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja öryggi landsins, þar á meðal hernaðarlegs eðlis,“ svaraði Lavrov.
Danir hafa gefið Úkraínu 19 F-16 orustuþotur og hafa veitt þeim heimild til að nota þær yfir rússnesku landsvæði ef þeir kjósa svo.
Lavrov sagði að öll vopn, sem Vesturlönd láta stjórnvöldum í Kyiv í té, séu lögmætt skotmark og verði eytt af rússneska hernum.