fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Afi Bjarka lést á Hvolsvelli á aðfangadag – Þurfti að liggja látinn heila nótt í vindkældu herbergi því ekki náðist í lækni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Oddsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra, segist ekki geta orða bundist vegna þeirrar stöðu sem er komin upp hjá heilsugæslunni í Rangárþingi. Sýslan er læknalaus og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sakaðir um að hafa með undirboðum komið í veg fyrir að læknar fáist til starfa í Rangárþingi. Bjarki fékk að kynnast því hvaða áhrif staðan getur haft núna um jólin þegar ástkær afi hans lést á aðfangadagskvöld.

Ekki náðist í lækni eftir andlátið

Bjarki skrifar í grein sem birtist hjá Vísi í dag að jólin séu tími samverunnar. Þetta hafi þó verið öðruvísi jól hjá hans fjölskyldu.

„Ég hitti í raun fleiri af mínum góðu ættingjum en ég hafði fyrir fram áætlað. Það kom ekki til af einskærri frændsemi minni. Það bar svo til að elskulegur afi minn lést á aðfangadagskvöld. Karlinn sem hafði heldur betur lagt sitt lóð á vogarskálar samfélagsins lést rúmlega 100 ára gamall á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í faðmi fjölskyldunnar. Það var tregafull stund að skilja við gamla manninn á herberginu sínu eftir andlátið.“

Eftir að afi Bjarka kvaddi þessa tilvist var reynt að ná sambandi við lækni en Rangárþing er læknalaust og ekki náðist í nokkurn mann. Afi hans fékk því að liggja áfram nóttina í rúmi sínu og stóðu vinir til þess að það næðist samband við lækni morguninn eftir sem gæti þá úrskurðað um andlátið. Slíkur úrskurður þarf að liggja fyrir svo hægt sé að færa lík til geymslu.

„Þessi frásögn hefði getað verið mun dramatískari hefði mannslíf legið við, ef hefði þurft á skjótri og sérhæfðri meðferð læknis að halda. Afi gamli var saddur lífsdaga og enginn læknir var að fara að snúa við gangi lífsins hjá honum. Það er samt sem áður ólíðandi staða komin upp í samfélaginu okkar þegar fólkið okkar þarf að liggja í vindkældum herbergjum eftir andlát, vegna þess að ekki næst í lækni.“

Lofar að berjast fyrir hönd íbúa

Bjarki segist ekki geta orða bundist yfir þessari stöðu og lofar því að berjast fyrir hönd íbúa. Hann reiknar fastlega með því að sveitungar hans í sveitarstjórn muni standa þétt við hlið hans í baráttunni.

„Ég sem íbúi og sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi eystra get ekki orða bundist vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hvernig getur það gerst að enginn læknir sé tiltækur í Rangárþingi svo dögum skiptir yfir jól og áramót? Er það forsvaranlegt að ein af grunnstoðum samfélaga sé brotin undan því án þess að nokkur fái rönd við reist?“

Blessunarlega búi sýslan yfir frábærum hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og sjúkraflutningamönnum sem standa vaktina þó að enginn læknir sé tiltækur. Bjarki rekur að Rangárþing eystra hafi ítrekað boðið HSU húsnæði fyrir lækni og jafnvel lofað tryggu plássi í leikskóla ef þörf væri á slíku. Það standi ekki á sveitarfélögunum í Rangárþingi að koma til móts við HSU í málinu. Bjarki skorar loks á stjórnvöld að beita sér fyrir því að stofnanir þeirra séu í stakk búnar til að veita grunnþjónustu.

„Ég vil enda á að þakka öllum fyrir auðsýnda samúð síðustu daga og sérstaklega vil ég þakka dásamlegu starfsfólki Kirkjuhvols fyrir natni við umönnun á afa sem fékk dásamlega þjónustu þar síðustu árin sín.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“

Þóra Kristín náði varla að þakka hetjunni á Ægisíðunni – „Hann mokaði og ýtti og linnti ekki látum fyrr en það tókst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóna Hrönn segir að ókunn kona í Evrópu vilji hjálpa henni í veikindunum – „Við erum öll eitt mannkyn“

Jóna Hrönn segir að ókunn kona í Evrópu vilji hjálpa henni í veikindunum – „Við erum öll eitt mannkyn“