fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2024 08:21

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum fékk tilkynningu á laugardagskvöld í gegnum Neyðarlínuna frá íbúa á Ísafirði sem sagðist hafa séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum.

Í skeyti sem lögregla birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að tilkynnandi hafi ekki gert sér grein fyrir því hvaðan blysunum var skotið á loft. Engu að síður var strax hafin eftirgrennslan og þegar hún bar ekki árangur var áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns kölluð út.

Að sögn lögreglu var óttast að sjófarandi, til dæmis kajakræðari eða fjallgöngufólk væri í neyð. Bendir lögregla á að blys sem þessi séu jafnan um borð í skipum og bátum og þá hafi margt útivistarfólk slík bjargráð í fórum sínum.

Viðbragð áhafnarinnar var afturkallað rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld þar sem fréttir bárust um að blysin hefðu komið frá hópi fólks sem komið hafði saman vegna hátíðarhalda fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri.

„Eins og nafn blysanna gefur til kynna er hér um verkfæri að ræða sem einungis á að nota í neyð, til að óska eftir skjótri aðstoð viðbragðsaðila. Almenn notkun er að sjálfsögðu bönnuð enda þekkjum við flest söguna „Úlfur, úlfur.“  Viðbragðsaðilar hafa ávallt tekið mjög alvarlega þegar neyðarblys eru tendruð eða þeim skotið á loft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“