fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 8. september 2024 12:00

Ríkisstarfsmönnum fjölgar umfram íbúa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstörfum hefur fjölgað umfram mannfjölda á undanförnum árum. Fjölgunin hefur verið mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Fjársýsla ríkisins birtir upplýsingar um fjölda ríkisstarfsmanna, eftir stofnunum og ráðuneytum. Þar sést að ríkisstörfum fjölgaði úr 20.039 í 23.132 árin 2017 til 2023, eða um 15,4 prósent. Á sama tíma fjölgaði Íslendingum aðeins um 12,8 prósent. Hér eru útreikningar í stöðugildum.

Gríðarlegur munur í framhaldsskólum

Þessi fjölgun er að töluverðu leyti tilkomin vegna fjölgunar starfa á landsbyggðinni. Sést það í mörgum málaflokkum. Til að mynda í heilbrigðismálunum.

Landspítalinn er fjölmennasti vinnustaður landsins og á þessu sjö ára tímabili fjölgaði starfsfólki þar um 900, það er úr 4069 í 4969. Það er um 22,1 prósent. Á sama tíma fjölgaði opinberu heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni hlutfallslega mun meira. Það er um 36,8 prósent á sex heilbrigðisstofnunum sem og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hafa ber þó í huga að fjölgunin hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu var mjög svipuð og hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni.

Ríkið rekur framhaldsskóla landsins og þar fjölgaði starfsfólki ekki mikið, það er úr 1641 í 1711 eða um aðeins 4,3 prósent, vel undir fjölgun íbúa. Munurinn á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu er hins vegar mjög mikill. Starfsfólki lá landsbyggðinni fjölgaði um 9,9 prósent en á höfuðborgarsvæðinu var fækkun um 0,2 prósent.

Í MR hefur starfsfólki fækkað á undanförnum árum.

Sem dæmi má nefna að í Fjölbrautaskóla Suðurlands fjölgaði starfsfólki um 36,3 prósent en í Flensborg og MR var fækkun í kringum 6,5 prósent og í MH var fækkunin 10,8 prósent.

Fleiri landsbyggðarlöggur

Lögregluembættin hafa um árabil kvartað undan manneklu og ríkið hefur brugðist við því með því að fjölga lögreglumönnum. Hins vegar hefur fjölgunin verið langtum meiri hjá lögregluembættunum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 2017 störfuðu 368 hjá átta lögregluembættum á landsbyggðinni en árið 2023 voru þeir orðnir 524. Fjölgun um 42,4 prósent. Hjá Lögreglunni á Suðurnesjum var fjölgað um 61 starfsmenn.

Á sama tíma var aðeins fjölgað um 44 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, langstærsta embættinu. Hlutfallslega var fjölgunin þar aðeins 12,1 prósent. Hafa ber í huga að mesta fjölgunin var hins vegar hjá Ríkislögreglustjóra, það er 89,2 prósent.

Fjölgunin var meiri á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu.

Starfsfólki sýslumannsembættanna var í heildina mjög stöðugur, aðeins fækkun um einn starfsmann. Þegar tölurnar eru hins vegar greindar eftir embættum sést að á landsbyggðinni var fjölgað um 3,4 prósent en á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 6,4 prósent.

Tugprósenta fjölgun víða

Fjölgun hjá öðrum ríkisstofnunum er mjög mismikil og í sumum tilfellum hefur orðið fækkun. Á meðal þeirra ríkisstofnana sem hefur orðið töluverð fjölgun og hafa fleiri en 10 starfsmenn má nefna Umbru (350 prósent), Persónuvernd (257), Vinnumálastofnun (67,4), Ríkissaksóknara (63,6), Vatnajökulsþjóðgarð (44,4), Þjóðskjalasafn (43,3), Ferðamálastofu (41,2) og Árnastofnun (36,8).

Fjölgun starfsfólks hefur verið rífleg í háskólunum, það er 28,9 prósent í Háskóla Íslands og 33,5 prósent í Háskólanum á Akureyri. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa mikið verið í deiglunni undanfarin ár og þeim sem starfa við það hefur fjölgað um 51,6 prósent. Einnig hefur orðið allmikil fjölgun hjá Landgræðslunni (29,4 prósent), Umhverfisstofnun (26), Landhelgisgæslunni (24,7), Fangelsismálastofnun (24) og Vegagerðinni (20).

Sameiningar og fækkanir

Í sumum tilfellum er um að ræða sameiningar stofnana. Til dæmis hjá Skattinum þar sem fjölgunin er 206 prósent, en skýrist af sameiningu við embætti Tollstjóra og Skattrannsóknarstjóra. Hjá Framkvæmdasýslunni er fjölgunin 453 prósent, en hún var sameinuð Ríkiseignum.

Mikið hefur fjölgað á Árnastofnun.

Á meðal þeirra ríkisstofnana þar sem starfsfólki hefur fækkað má nefna Þjóðskrá (-49,5 prósent), Þjóðgarðinn á Þingvöllum (-43,2), Neytendastofu (-37,5), Samskiptamiðstöð heyrnarlausra (-25) og Menntamálastofnun (-11,5). Þá hefur starfsfólki sendiráðanna fækkað samanlagt um 17,4 prósent.

 

Fjöldi stöðugilda nokkurra helstu ríkisstofnana 2023

Skatturinn 458

Vegagerðin 365

Landhelgisgæslan 237

Vinnumálastofnun 216

Alþingi 209

Hafrannsóknarstofnun 182

Fangelsismálastofnun 155

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 149

Veðurstofan 144

Barna og fjölskyldustofa 141

Samgöngustofa 148

Sjúkratryggingar 125

Umhverfisstofnun 121

Hagstofan 111

Matvælastofnun 101

Tryggingastofnun 101

Þjóðleikhúsið 99

Sinfóníuhljómsveit Íslands 94

Héraðsdómstólar 91

Fjársýslan 80

Framkvæmdasýslan 77

Lyfjastofnun 74

Landsbókasafn 69

Héraðssaksóknari 68

Landlæknir 67

Landgræðslan 66

Skógræktin 63

Ráðgjafar og greiningarstöð 58

Vinnueftirlitið 57

Þjóðskrá 56

Útlendingastofnun 56

Umbra 56

Fiskistofa 55

Árnastofnun 52

Náttúrufræðistofnun 50

Þjóðminjasafn 47

Menntamálastofnun 46

Fjarskiptastofa 46

Tilraunastöð á Keldum 45

Þjóðskjalasafn 43

Ríkisendurskoðun 42

Orkustofnun 37

Landsréttur 32

Ríkiskaup 31

Lánasjóður íslenskra námsmanna 30

Samkeppniseftirlitið 28

Ferðamálastofa 24

Skipulagsstofnun 24

Landmælingar 23

Listasafn Íslands 23

Minjastofnun 21

Persónuvernd 18

Ríkissaksóknari 18

Umboðsmaður Alþingis 17

Hæstiréttur 13

Embætti forseta Íslands 11

Geislavarnir ríkisins 10

Neytendastofa 10

Fjölmiðlanefnd 6

Bankasýslan 2

 

10 efstu framhaldsskólarnir

Verkmenntaskólinn á Akureyri 135

Fjölbrautaskóli Suðurlands 124

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 124

Borgarholtsskóli 113

Fjölbrautarskólinn við Ármúla 107

Mennaskólinn í Kópavogi 100

Fjölbrautaskóli Suðurnesja 91

Menntaskólinn í Hamrahlíð 91

Menntaskólinn í Reykjavík 75

Flensborgarskólinn 71

 

Lögregluembættin

Höfuðborgarsvæðið 407

Ríkislögreglustjóri 246

Suðurnes 205

Suðurland 82

Norðurland eystra 80

Vesturland 48

Austurland 38

Vestfirðir 29

Norðurland vestra 26

Vestmannaeyjar 16

 

Heilbrigðisstofnanir

Landspítali 4969

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu 701

Sjúkrahúsið á Akureyri 613

Suðurland 541

Norðurland 468

Austurland 319

Vesturland 313

Suðurnes 252

Vestfirðir 196

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns