fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Svört sýn Bubba á samfélagið og pólitíkina: „Græðgi er fíknisjúkdómur og menn svífast einskis“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. september 2024 15:50

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skal seint hætta að staglast á því að græðgi er fíknisjúkdómur og menn svífast einskis þegar upphæðir skipta milljörðum. Að fyrrverandi forseti Alþingis hafi farið að vinna fyrir Norðmenn meðan stóllinn hans á þingi var enn volgur, með öll sín tengsl og lykla að dyrum allra sem skipta máli, er blettur á Alþingi Íslendinga. Alveg er það makalaust að við höfum ekki burðugra fólk sem við getum treyst fyrir auðlindum okkar,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í nýrri skoðanagrein á Vísir.is.

Að mati Bubba er græðgi skæður fíknisjúkdómur sem veður uppi í íslensku samfélagi. Hann er afar ósáttur við þróunina í fiskeldi og stórtæka starfsemi norskra fyrirtækja í sjókvíaeldi. Segir hann villta íslenska laxinn vera í stórhættu vegna þessarar starfsemi. „Landeldi er framtíðin, það vita allir, og væri óskandi að af því yrði,“ segir Bubbi og beinir síðan spjótum þínum að Matvælastofnun:

„Matvælastofnun er svo sér kapítuli í sambandi við sjókvíaeldið. Það er með ólíkindum hvernig sú stofnun hefur hagað sér gagnvart Norðmönnum. Aðgerðaleysi hennar hefur nú þegar skaðað laxveiðiár landsins vegna þess að hún hefur snúið blinda auganu að nánast öllum þeirra axarsköftum og látið sem þeim komi þau ekki við en benda á einhvern annan sem endurtekur leikinn, það sé annar sem á að hirta laxeldissóðana til hlýðni. Og maður spyr sig: er þráður á milli þeirra sem ráða yfir málaflokknum og Matvælastofnunar? Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki sé eitthvað rotið þarna. Við hefðum í það minnsta getað fengið milljarða fyrir sjókvíaeldið, en nei er svarið, við gáfum þeim auðlindina.

Ég skal seint hætta að staglast á því að græðgi er fíknisjúkdómur og menn svífast einskis þegar upphæðir skipta milljörðum. Að fyrrverandi forseti Alþingis hafi farið að vinna fyrir Norðmenn meðan stóllinn hans á þingi var enn volgur, með öll sín tengsl og lykla að dyrum allra sem skipta máli, er blettur á Alþingi Íslendinga. Alveg er það makalaust að við höfum ekki burðugra fólk sem við getum treyst fyrir auðlindum okkar.“

Bubbi segir að ráðamenn hafi gefið álverum fossa landsins, Norðmönnum firðina og þeir ætli að svipta hálendið tign sinni. Greinina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“