Einstaklingur búsettur í spænsku borginni Marbella hefur verið handtekinn þar í landi eftir að hafa reynt að senda pakningu með MDMA til Íslands. Pakningar af fíkniefnum voru faldar inni í Búdda styttu og borði.
Greint er frá þessu í staðarmiðlinum Diario De Sevilla.
Í júlí síðastliðnum fann tollgæslan í borginni Sevilla fíkniefni í pakka sem var á leiðinni til Kólumbíu. Þegar pakkinn var opnaður fannst leirstytta af guðinum Búdda og þegar borað var inn í hana fannst 1,22 kíló af MDMA.
Ekki var vitað hver sendi pakkann en löggæsluyfirvöld í Sevilla fylgdust grannt með til að reyna að komast að því.
Í ágúst var önnur sending stöðvuð, sem löggæsluyfirvöld töldu vera svipaða og sú fyrri. En sú sending var á leiðinni til Íslands. Inni í pakkanum reyndist verða viðarborð með fölskum botni. Inni í borðinu fannst 3,02 kíló af MDMA.
Hægt var að rekja sendinguna til einstaklings sem er búsettur í borginni Marbella. Hann hefur verið handtekinn og er grunaður um smygl fíkniefna. Löggæsluyfirvöld hefa ekki útilokað fleiri handtökur í málinu.