fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Notuðu 120 dróna við árás á rússneskt vopnabúr – Mikið af flugskeytum, skotfærum og drónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. september 2024 04:05

Það logaði vel við Kotluban aðfaranótt laugardags.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 02.30 aðfaranótt sunnudags náðu um 120 úkraínskir drónar að stóru rússnesku vopnabúri við bæinn Kotluban í Volgograd-héraði.

Úkraínska herstjórnin skýrði frá þessu á Telegram að sögn Kyiv Post. Fram kemur að í vopnabúrinu hafi verið flugskeyti og það hafi einnig verið notað til að betrumbæta þau sem og fallbyssukúlur. Úkraínska herstjórnin telur að þar hafi einnig verið mikið af írönskum Shahed-drónum en þeir eru sagðir hafa verið fluttir þangað skömmu fyrir árásina.

Úkraínumenn telja að árásin hafi valdið miklu tjóni og hugsanlega muni rússneskar hersveitir glíma við birgðaskort vegna þess.

Rússar hafa hvorki staðfest né neitað þessu og það eina sem þeir hafa sagt er að þeir hafi skotið 67 dróna niður yfir Volgograd-héraði þessa nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“