fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Dóttirin brast í grát í réttarsal sakamálsins sem skekur Frakkland – Komst að því að faðir hennar safnaði viðurstyggilegum myndum af henni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. september 2024 16:06

Dominique Pelicot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir í Avignon í Frakklandi réttarhöld í einu viðurstyggilegasta sakamáli í sögu landsins Þar er fjölskyldufaðir, Dominique Pelicot, ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga til þess að nauðga henni. Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd. Samkvæmt ákæru málsins var eiginkonunni nauðgað í 92 skipti af 72 karlmönnumn á árunum 2011 til 2020 en hingað til hefur lögregla aðeins borið kennsl á 51 þessara manna. Þeir eru allir ákærðir í málinu ásamt fjölskylduföðurnum. Dominique hefur játað sök í málinu ásamt þrettán öðrum en 38 meintir gerendur hafa lýst yfir sakleysi sínu.

Athygli vekur að fórnarlambs hin hroðalega glæps, eiginkonan Gisele, mætti í réttarsal ásamt börnum sínum. Ákvað hún ekki að nýta sér þann rétt sinn að gætt yrði að nafnleynd í réttarhöldunum en það gerði hún til þess að opinbera eiginmann sinn fyrrverandi og níðinganna. Hafa réttarhöldin tekið verulega á hana en fljótlega mun hún bera vitni í málinu.

Dóttir hennar, Caroline Darian, brotnaði niður í réttarsalnum í dag þegar greint var frá því að faðir hennar var með möppu í tölvu sinni sem hét: „Dóttir mín nakin“. Þar mátti finna myndir af henni meðvitundalausri, íklæddri fötum móður sinnar. Segir í umfjöllun Daily Mail að hún hafi þurft stuðning við að ganga út úr réttarsalnum, gjörsamlega niðurbrotin. Caroline hefur í aðdraganda réttarhaldanna óttast það mjög að faðir hennar hafi einnig byrlað henni og leyft mönnum að misnota hana. Því hefur Dominique hins vegar staðfastlega neitað.

Hann er sagður hafa komist í kynni við níðinganna í spjallhópi á netinu. Var hann sagður hafa boðið mönnunum heim til sín í Mazan, skammt frá Avignon, þar sem þeir nauðguðu konunni hans og tóku það upp á myndband. Mennirnir sem tóku þátt í ódæðunum voru á aldrinum 25 til 72 ára þegar brotin voru framin. Dominque er sagður hafa laumað lyfi sem innihélt virka efnið Lórazepam í kvöldmatinn hennar með þeim afleiðingum að hún sofnaði djúpum svefni. Um er að ræða efni sem hefur róandi og svæfandi áhrif sé það tekið í miklu magni.

Lögregla komst á snoðir um málið árið 2020 þegar Dominique var gómaður af öryggisverði þar sem hann virtist vera að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. Lögregla var kölluð til og fundust í fórum hans myndir og myndbönd af hinum svívirðilegu brotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum