fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fréttir

Ungur ökumaður á Vesturlandi mætti lögreglubíl á 188 kílómetra hraða í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 14:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur ökumaður var sviptur ökuréttindum í gær eftir að lögreglan á Vesturlandi stóð hann að ofsaakstri. Lögreglumenn voru við löggæslueftirlit við Hafnarfjall í gærkvöldi þegar þeir mættu bifreið sem var ekið á 145 km/klst. Lögregla veitti bifreiðinni eftirför en ökumaður stöðvaði ekki för sína heldur gaf í og þegar hann mætti næsta lögreglubíl þá mældist hraðinn 188 km/klst. Ökumaður gafst svo upp á Hvítárvallarvegi og var handtekinn á staðnum. Ökumaður og farþegar hans voru 17 og 18 ára gamlir. Hafði lögregla því samband við foreldra og barnavernd var gert viðvart. Ökumaðurinn var svo fluttur á lögreglustöðina á Akranesi þar sem  hann var sviptur ökuréttindum og á hann nú von á hárri sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra

Ferðamenn leggja í íbúagötum eftir að byrjað var að rukka við Hallgrímskirkju – Sofa í bílum og gera þarfir sínar utandyra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkona Páls segir Arnar og Þóru hafa tekið við síma hans

Fyrrverandi eiginkona Páls segir Arnar og Þóru hafa tekið við síma hans