fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hryllingur Brynjars heldur áfram – Ákærður fyrir brot gegn átta stúlkum niður í ellefu ára aldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. september 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Joensen Creed hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn átta stúlkum á aldrinum 11-14 ára. Brynjar afplánar nú sjö ára fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri. Brot hans eru svo umfangsmikil að ákveðið var að ljúka rannsókn og ákæra vegna tiltekins hluta brotanna áður en tekið var til við rannsókn annarra brota.

RÚV greindi frá nýju ákærunni í gær en DV fékk ákæruna í hendur í dag.

Ákæran hljóðar upp á kynferðislega áreitni gegn barni og eru síðan raktir átta ákæruliðir. Brynjar er í fyrsta lagi ákærður fyrir brot gegn 11 ára stúlku á tímabilinu 15.29. mars árið 2021. Er hann sagður hafa viðhaft ítrekað kynferðislegt tal við stúlkuna og sent henni ítrekað kynferðislegar myndir af berum kynfærum karlmanns og myndbönd sem sýna karlmann fróa sér. Brotin voru framin í gegnum samfélagsmiðiilinn Snapchat, sem og önnur brot sem um getur í ákærunni.

Í öðru lagi er Brynjar sakaður um að hafa viðhaft sviptað athæfi gagnvart 14 ára stúlku frá því í lok desember 2020 og fram í febrúar 2021. Samkonar athæfi er hann sagður hafa framið gegn 12 ára stúlku haustið 2020, einnig gegn 13 ára stúlku. Hann er einnig sagður hafa brotið með sama hætti gegn stúlku sem var 11 og 12 ára á meðan brotunum stóð.

Þá greinir frá því að Brynjar hafi tvisvar hitt 14 ára gamla stúlku í Kópavogi og afhent henni rafrettu og kynlífshjálpartæki. Hvatti hann stúlkuna til að nota hjálpartækið og senda sér myndefni af því.

Sjá einnig: Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum og lagt hald á vinnubílinn – „Hæglátur, pínu undarlegur

Brynjar er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni, á Samsung farsíma, kynferðislegar myndir af unglingsstúlkum.

Héraðssaksóknari krefst þess að Brynjar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd stúlknanna átta eru gerðar kröfur um miskabætur upp á 1,5 til 2 milljónir króna fyrir hverja stúlku.

Stigaleikur Brynjars og grunlaus eiginkona

Fram kom í dómnum sem kveðinn var upp yfir Brynjari árið 2022 að hann hefði útbúið rafrænan leik fyrir kynferðislegar athafnir sem hann fékk stúlkur undir lögaldri til að framkvæma rafrænt. Um leikinn segir í texta dómsins:

„Í símunum fundust einnig m.a. ljósmyndir og myndskeið í samræmi við leik ákærða þar sem stig voru aðallega gefin fyrir kynferðislegar athafnir. Reglur leiksins voru einnig í símanum en stigin voru fleiri eftir því sem athafnirnar urðu grófari. Þannig voru fimm stig gefin fyrir að veifa, brosa, hoppa, klappa eða sleikja varir en 1.000 stig gefin fyrir að sýna píku, rass í doggy, strjúka píku, putta eða leika með dót. Fyrir ,,orgasm“ voru gefin 10.000 stig en ekkert fannst sem sýndi einstakling fá fullnægingu. Ljósmyndir tengdar leiknum voru 318 og myndskeið 11.“

Einnig kom fram í umfjöllun um brot Brynjars á sínum tíma að hann hefði nýtt fyrirtækisbíl til að hitta stúlkur undir lögaldri en Brynjar starfaði hjá heildsölufyrirtæki. Einnig kom fram við réttarhöldin yfir honum að þáverandi eiginkona hans hafði engan grun um afbrot Brynjars. Hins vegar vissi hún um framhjáhald Brynjars með fullorðnum konum. Í texta dómsins kemur fram að auk samskipta sín við ólögráða stúlkur hafi Brynjar átt í sambærilegum samskiptum við fullorðnar konur og stundað kynlíf með þeim. Þetta framhjáhald var vandamál í hjónabandinu og leituðu hjónin meðal annars til hjónabandsráðgjafa vegna þessa trúnaðarbrests.

Í sálfræðimati á Brynjari kom fram að hann virðist ekki vera haldinn eiginlegri barnagirnd, þ.e. gagnvart ókynþroska börnum, heldur virtist hann ekki hirða um aldur kvenna sem hann sóttist eftir kynferðislegum samskiptum við. Yngsta stúlkan sem Brynjar átti í þesskonar samskiptum við var nýorðin 13 ára þegar samskiptin hófust.

Brynjar er fæddur og uppalinn á Vopnafirði og bjó þar til 42 ára aldurs. Hann stundaði nám í grunndeild rafiðnar og grunndeild málmiðnaðar, vann á nokkrum stöðum, var til sjós í um 10 ár en hefur unnið hjá heildsölufyrirtækinu þar sem hann var síðast við störf frá 2014. Hann lenti í bílslysi árið 2009 og var metinn 21% öryrki.

Í viðtölum við geðlækna vegna réttarmats segist Brynjar hafa oft velt því fyrir sér hvort eitthvað sé að geðheilsu hans. Hann verði aldrei reiður og hafi aldrei lent í átökum. Hann hafi um nokkurt skeið átt í vandræðum með áfengi.

Sjá einnig: Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“