fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Fiskistofa gekk of langt með drónum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 15:00

Ein af starfsstöðvum Fiskistofu er við Fornubúðir í Hafnarfirði. Mynd: Skjáskot/Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð í máli sem varðar eftirlit Fiskistofu með veiðum ónefnds fiskiskips en í því skyni notaði stofnunin dróna með myndavél. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að eftirlitið hefði ekki samræmst lögum um persónuvernd en lagði þó ekki fyrir Fiskistofu að eyða öllum upptökum af veiðum skipsins eins og kvartendur í málinu höfðu krafist.

Tveir sjómenn á skipinu, sem sjást á upptökunum, lögðu kvörtunina fram. Í kvörtuninni kom fram að eiganda og útgerðaraðila fiskiskipsins hefði verið tilkynnt af Fiskistofu að stofnunin hefði sent dróna af stað frá landi og með honum tekið upp myndbönd af tveimur veiðiferðum skipsins.

Vildu sjómennirnir meina að Fiskistofa og eftirlitsmenn hennar hafi ekki haft neinar lagaheimildir til þess að framkvæma lögbundið eftirlit sitt með þeim hætti að vera staðsettir á landi og senda fjarstýrð loftför á haf út til þess að taka upp starfsemi á skipum og nýta gögn sem þannig var aflað til málsmeðferðar í stjórnsýslumáli. Vísuðu þeir til þess að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi farið fram fyrir gildistöku laga um fiskveiðieftirlit frá 2022 og því geti vinnslan ekki byggt á heimild samkvæmt lögum um persónuvernd frá 2018.

Töldu eftirlitið vera löglegt

Fiskistofa sagði í sínum andsvörum að hún hefði talið drónaeftirlitið samræmast lögum um persónuvernd. Sagði stofnunin að hvatinn að notkun drónans hafi verið lög um umgengni um nytjastofna sjávar og að markmið þeirra laga sem væri að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Stofnunin vísaði einnig til þess að samkvæmt lögum um fiskveiðieftirlit frá 2022 hafi Fiskistofa heimild til að nota fjarstýrð loftför sem búin eru eftirlitsmyndavélum við eftirlitsstörf.

Fiskistofa sagðist einnig ekki hafa heimild til að eyða upptökum úr myndavél drónans, samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, án heimildar Þjóðskjalasafns Íslands. Taldi Fiskistofa einnig að hún gæti ekki eytt upptökunum þar sem mögulegt væri að lögreglan myndi óska eftir aðgangi að þeim.

Mátti ekki þá en má núna

Persónuvernd hefur áður úrskurðað í málum sem varða notkun dróna við eftirlit með veiðum. Í niðurstöðu sinni vísar Persónuvernd til þessara fyrri úrskurða og þess að umrædd lög um fiskveiðieftirlit höfðu ekki tekið gildi áður en eftirlitið sem þetta mál snýst um fór fram. Á grundvelli þessa er það niðurstaða Persónuverndar að umrætt eftirlit hafi ekki samræmst lögum um persónuvernd.

Persónuvernd segir hins vegar að eftir að lögin um fiskveiðieftirlit tóku gildi þá samræmist það persónuverndarlögum að Fiskistofa noti dróna til að taka upp fiskveiðar skipa. Segir Persónuvernd að nú eigi einstaklingar að vera meðvitaðir um að slíkt eftirlit fari fram og að það geti falið í sér vinnslu persónuupplýsinga viðkomandi. Þar af leiðandi þótti ekki tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu vegna málsins

Persónuvernd tók undir þau sjónarmið Fiskistofu að ekki væri heimilt að eyða upptökunum eins og sjómennirnir sem sjást á þeim og lögðu kvörtunina fram kröfðust.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri