Fólk sem á við andleg veikindi að stríða og er ekki á lyfjum er ólíklegra til þess að vera bólusett fyrir COVID-19 en annað fólk. Þetta kemur fram í rannsókn, sem var meðal annars unnin á Íslandi.
Það voru vísindamenn við Karólinska rannsóknarháskólann í Svíþjóð sem unnu rannsóknina. En hún var unnin upp úr gögnum frá Svþjóð, Noregi, Íslandi, Eistlandi og Skotlandi manns og birt í tímaritinu Nature Communications.
Í rannsókninni kemur fram að fólk sem glímir við andleg veikindi og er ekki á lyfjum við því sé 9 prósent ólíklegra til þess að hafa fengið fyrstu bólusetningu við COVID-19. Einnig að fólk sem á við fíkniefnavanda að stríða sé 16 prósent ólíklegra til að hafa fengið bólusetninguna.
„Frekari rannsókna er þörf til þess að finna orsakirnar fyrir þessu til þess að bæta bóluefnaherferðir í framtíðinni til þess að ná sem bestri vörn gegn smitsjúkdómum,“ segir Mary Barker, rannsóknardoktor við stofnunina. „Þar sem einstaklingar með andleg veikindi eru í meiri áhættu að fá alvarlegan COVID sjúkdóm er bóluefnavörn sérstaklega mikilvæg fyrir þennan hóp.“