fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ungir Píratar skamma Andrés Inga – Bannstefna sé í ósamræmi við stefnu flokksins

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. september 2024 20:30

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir Píratar eru ósammála Andrési Inga Jónssyni, þingmanni flokksins, um að auglýsingabann á jarðefnaeldsneyti sé rétta leiðin til að takast á við loftslagsbreytingar. Ályktaði stjórn ungliðahreyfingarinnar gegn þingsályktunartillögu Andrésar.

Auk Andrésar Inga standa fjórir þingmenn Vinstri grænna að þingsályktunartillögunni. Þau Eva Dögg Davíðsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Orri Páll Jóhannsson og Jódís Skúladóttir. Samkvæmt henni er menningar og viðskiptaráðherra falið að leggja fram frumvarp þar sem lagt yrði bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti og vörum því tengdu.

„Markaðssetning jarðefnaeldsneytis er ekki ósvipuð því sem tóbaksiðnaðurinn stundaði svo áratugum skipti – að hylma yfir skaðsemi vöru sem veldur óbætanlegu tjóni,“ segir í greinargerð þingmannanna fimm og bent er á að víða hafi verið lagt bann á auglýsingar tóbaks. „Því er ekki aðeins réttlætanlegt heldur nauðsynlegt að beita svipaðri aðferðafræði og beitt var gegn tóbaksnotkun til að draga úr olíunotkun.“

Tekur ekki á vandanum

Þessu eru Ungir Píratar ekki sammála og ályktaði stjórn þeirra gegn þingsályktunartillögunni. Það er að tillagan sé bæði ólíkleg til að skila árangri og hún sé í ósamræmi við grunnstefnu Pírata.

„Tillagan er ekki til þess fallin að taka á þeim vanda sem loftslagsbreytingar eru. Í stað þess að leysa vandann, er hún fremur til þess fallin að snúa almenningi frá viðbrögðum við vánni,“ segir í ályktuninni.

Í stað þess að boða til hvetjandi aðgerða fyrir stórfyrirtæki sem bjóða upp á umrædda og mengandi þjónustu að skipta yfir í græna og sjálfbæra orkugjafa er málið nálgast með bannstefnu.

„Lausnin er ekki að torvelda almenningi aðgengi að umræddum vörum, heldur breyta kerfinu, samgönguvenjum og neysluþörfum með kerfislægri uppbyggingu innviða og hvatamiðaðra aðgerða,“ segja ungliðarnir.

Sólsetur frekar en bann

Segjast Ungir Píratar fagna skoðunum á öllum mögulegum leiðum til að gera samfélagið og hagkerfið sjálfbærra. Ekki síst þegar kemur að því að draga úr neyslu ósjálfbærra orkugjafa eins og jarðefnaeldsneytis. Málið sé hins vegar tæklað frá rangri hlið.

„Ungir Píratar vilja frekar sjá auglýsingar tengdar jarðefnaeldsneyti sólsetrast þegar þær verða tímanlega óþarfar, heldur en að sjá þær bannaðar af hendi ríkisins,“ segir í ályktuninni. „Að láta auglýsingar tengdar jarðefnaeldsneyti hverfa frá sjón neytenda finnst Ungum Pírötum ólíklegt að muni draga mælanlega úr neyslu eldsneytis, endar er eftirspurnin eftir eldsneyti mun óteygjanlegri en eftirspurn eftir til dæmis tóbaki. Bannið væri líklegra til að draga úr upplifun fólks af þeim raunveruleika um neyslu jarðefnaeldsneyta sem blasir við okkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt