fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Þingmaður segir framgöngu lögreglu í símastuldsmáli óskiljanlega og vill vita hvort hér hafi opinbert vald verið misnotað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að fallið hefur verið frá rannsókn á símastuldar- og byrlunarmáli. Sjö höfðu notið réttarstöðu sakborninga í málinu í tæp þrjú ár, en málið varðaði aðdraganda að umfjöllun Stundarinnar og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja.

Helsti sakborningur málsins var fyrrum eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra. Hún játaði að hafa byrlað Páli ólyfjan og svo stolið síma hans sem hún fór með til RÚV og afhenti hann þar fjölmiðlafólki. Síminn var svo afritaður áður en eiginkonan fékk hann til baka og skilaði til Páls. Páll varð alvarlega veikur eftir byrlunina og endaði á sjúkrahúsi. Á síma hans mátti finna kynferðislegt myndefni í einkaeigu sem eiginkonan hafði sent á sjálfa sig. Auk eiginkonunnar fengu Þóra Arnórsdóttir, fyrrum ritstjóri Kveiks, Arnar Þórisson framleiðandi Kveiks og svo Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Kjartansson og Ingi Freyr Vilhjálmsson hjá Heimildinni.

Rannsókn málsins vakti miklar umræður í samfélaginu þar sem mörgum þótti vegið að fjölmiðlafrelsi. Lögreglan  á Norðurlandi eystra tilkynnti svo í dag um niðurfellingu rannsóknarinnar í rúmlega þúsund orða færslu á Facebook. Þessi færsla lögreglu hefur vakið athygli enda fáheyrt að lögregla tilkynni með þetta opinberum og ítarlegum hætti um málalyktir.

Sjá einnig: Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ljóst að kryfja þurfi rannsókn lögreglu nánar. Afskipti lögreglu að störfum blaðamanna þurfi að vera vel rökstudd og ekki útilokað að hér sé dæmi um misbeitingu á opinberu valdi. Þó sé það svo að nánast sé ekkert alvöru eftirit með störfum lögreglu hér á landi svo Björn segist ekki bjartsýnn á að fá þau svör sem hann þráir.

Hann skrifar á Facebook:

„Fjölmiðlafrelsið er gríðarlega mikilvægt. Miðað við allt sem hefur komið fram í þessu máli þá er óskiljanlegt að þetta mál hafi getað verið opið svona lengi – verið opnað yfirleitt.
Auðvitað eru takmörk á öllu frelsi, en nákvæmlega ekkert hefur bent til þess að hér hafi það verið misnotað á nokkurn hátt.

Það er algeng aðferðafræði valdhafa (peningaafla) að þagga í fólki með því að beita afli sínu á einhvern hátt, td. með slapp-suit:

„Strategic lawsuits against public participation (also known as SLAPP suits or intimidation lawsuits), or strategic litigation against public participation, are lawsuits intended to censor, intimidate, and silence critics by burdening them with the cost of a legal defense until they abandon their criticism or opposition“

Ábyrgð lögreglu í þessu máli hlýtur að vera eitthvað sem þarf að skoða. Hvernig er hægt að hafa svona mál opið í svona langan tíma þrátt fyrir að augljóslega sé ekki tilefni til (miðað við niðurstöðu málsins). En hér á landi er ekkert alvöru eftirlit með störfum lögreglu þannig að við fáum væntanlega aldrei að vita hvort hér er einfaldlega einhver misskilningur í gangi eða hvort það sé verið að misnota opinbert vald einhvern vegin. Því miður er misskilningsafsökunin ólíkleg miðað við allan þennan tíma sem þetta mál hefur tekið.

Þess vegna þarf í alvörunni að fara í saumana á þessu, einmitt vegna þess að fjölmiðlafrelsið er það mikilvægt. Afskipti af því þurfa að vera mjög vel rökstudd.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð