fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Sögð selja þýfi óáreitt úr félagslegri íbúð á Hringbraut

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. september 2024 11:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem sökuð er um að hafa selt þýfi árum saman út úr félagslegri íbúð á Hringbraut í Reykjavík, þar sem hún býr, var mynduð nýlega við að selja stolið hjól. Þetta kemur fram í FB-hópnum Hjóladót. Þar gefur eigandi hjólsins sig fram og segir hjólinu hafa verið stolið frá sér.

Stjórnandi hópsins, Bjartmar Leósson, sem hefur viðurnefnið „hjólahvíslarinn“, segir í samtali við DV að konan hafi stundað þessa iðju óárétt árum saman. Inni í FB-hópnum skrifar hann:

„Magnað að hún geti bara rekið stóra þýfissölu vandræðalaust úr íbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Hvernig er það bara hægt að enginn er að stoppa þetta rugl? Orðið aumingjaskapur kemur í hugann. Veit að löggan er undirmönnuð og undirfjármögnuð og þekki nokkra úr þeirra röðum sem væru svo til í að hjóla í þessi mál af krafti ef þeir bara gætu.“

DV fjallaði um meint brot konunnar í vor sem leið og ræddi þá stuttlega við hana:

Meintur stórþjófur játar hvorki né neitar – „Þið hjá DV bullið mikið um fólk“

Var þá greint frá því að konan hefði birt fjöldann allan af auglýsingum á markaðstorgi Facebook undanfarna mánuði. Reiðhjól, hljómflutningstæki, símar, rafskútur, snjallsímar og fjölmargt annað væri í boði, þar á meðal glænýtt reiðhjól sem stolið hefði verið frá ungum drengu skömmu áður.

Í dómasafni Héraðsdóms Reykjavíkur finnast þrír dómar með nafni konunnar sem sakbornings. Snúast þeir um þjófnaðarbrot og umferðarlagabrot. Meðal annars var konan sakfelld fyrir að hafa stolið laki, koddaveri og bol úr þvottahúsi í sameign fjölbýlishúss. Nýjasti dómurinn yfir konunni var kveðinn upp árið 2020 en hún hefur ekki verið dæmd fyrir þjófnaðarbrot sem sem hún er sökuð um að hafa framið undanfarið, né ákærð, að því er DV veit til.

Þann 12. maí var framið innbrot í þekkta reiðhjólaverslun og stolið vörum að verðmæti um 3,3 milljónir króna. Eitt reiðhjól úr ráninu fannst fyrir utan heimili konunnar. Bjartmar sagði við DV í vor að það væri sífellt algengara að böndin berist að þessari konu þegar reiðhjólaþjófnaðir eru rannsakaðir. Auk þess er hún sökuð um að stela ýmsu öðru, í rauninni öllu steini léttara. Bjartmar og margir sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á stelsýki konunnar vilja að lögregla og ákæruvaldið fari að beita sér í að stöðva framferði konunnar og draga hana til ábyrgðar.

Bjartmar sagði ennfremur í vor: „Það sem mér finnst verst við þetta og í rauninni verra en það sem þessi kona er að gera, er það að allir sjá þetta, allir vita af þessu og enginn gerir neitt. Það er ömurlegt að fólk yppi bara öxlum og segir þetta er ekki mitt mál. Varðandi lögregluna þá er hún undirfjármögnuð og undirmönnuð. Ég bíð hins vegar eftir því að einhverjir stígi fram og grípi í taumana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð