fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Óli Björn mjög sár út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts: „Í engu var skeytt um friðhelgi einka­lífs þeirra sem um sárt áttu að binda“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2024 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram á RÚV vegna fréttaflutnings um andlát Benedikts Sveinssonar athafnamanns og lögmanns.

DV greindi frá gagnrýni Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra og þingmanns flokksins, í gær þess efnis að vísað hefði verið til tiltekinna mála tengdum Benedikt sem komið hafa upp á undanförnum árum og reyndust syni hans, Bjarna Benediktssyni núverandi forsætisráðherra, erfiður ljár í þúfu á hans stjórnmálaferli.

Björn sár og reiður út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts

Má þar nefna þegar ríkisstjórnin undir forystu Bjarna sprakk árið 2017 vegna meints trúnaðarbrests. Það var eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði greint Bjarna, þáverandi forsætisráðherra, frá því að Benedikt faðir hans hefði skrifað meðmæli með beiðni manns um uppreist æru.

„Rætin og illkvittin“

„Aðgerðasinnar meðal starfs­manna Rík­is­út­varps­ins eru sann­færðir um að leyfi­legt sé að beita öll­um brögðum til að koma höggi á Sjálf­stæðis­flokk­inn og Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra. Virðing við lát­inn mann eða fjöl­skyldu hans skipt­ir engu í huga fólks sem tel­ur eðli­legt að mis­nota stöðu sína í hug­mynda­fræðilegri bar­áttu. Að ýta und­ir sundrungu og ala á tor­tryggni í garð ein­stak­linga og fyr­ir­tækja er nauðsyn­leg til að grafa und­an borg­ara­leg­um gild­um sem ís­lenskt sam­fé­lag bygg­ist á,“ segir Óli Björn í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að frétt RÚV um andlát Benedikts hafi ekki ekkert átt skylt við fagleg vinnubrögð, virðingu eða hlutlægni. „Hún var ræt­in og ill­kvitt­in. Þegar per­sónu­leg óbeit á stjórn­mála­mönn­um og stjórn­mála­flokk­um nær yf­ir­hönd­inni verður lág­kúr­an mest,“ segir hann.

Hann segir að lög um Ríkisútvarpið, sem kveða meðal annars á um að vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð, hafi verið þverbrotin.

„Hér skal það full­yrt að frétta­stofa rík­is­ins braut gegn flest­um skyld­um sín­um sam­kvæmt of­an­greind­um töluliðum þegar greint var frá and­láti Bene­dikts. Frétta­stof­an var ekki til fyr­ir­mynd­ar um fag­leg vinnu­brögð og gætti hvorki sann­girni né hlut­lægni. Í engu var skeytt um friðhelgi einka­lífs þeirra sem um sárt áttu að binda vegna and­láts heiðurs­manns sem lík­lega rétti fleir­um hjálp­ar­hönd en all­ir starfs­menn frétta­stofu rík­is­ins hafa eða munu gera á sinni ævi,“ segir Óli Björn meðal annars.

Hingað og ekki lengra

Óli Björn segir að umrædd frétt sé ekki eina dæmið um hvernig „hugmyndafræði aðgerðasinna“ hafi eitrað starf ríkismiðilsins. Sem betur fer hafi ekki allir starfsmenn orðið „eitrinu að bráð“ því þar séu einnig starfandi dugandi og heiðarlegir fréttamenn og hugmyndaríkt dagskrárgerðarfólk.

„Aðgerðasinn­arn­ir kasta hins veg­ar rýrð á það sem vel er gert. Á því bera eng­ir aðrir ábyrgð en æðstu stjórn­end­ur Rík­is­út­varps­ins,“ segir Óli Björn sem er ómyrkur í máli í lok greinar sinnar sem er nokkuð ítarleg.

„Frétta­flutn­ing­ur Rík­is­út­varps­ins um and­lát sóma­manns sem markaði djúp spor í at­vinnu­sögu þjóðar­inn­ar og var í for­ystu þeirra sem mótuðu eitt glæsi­leg­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins er merki um ódreng­skap sem fær að þríf­ast í skjóli lögþving­un­ar sem skatt­greiðend­ur þurfa að sæta, til að fjár­magna rík­is­rekst­ur á fjöl­miðlamarkaði. Fjöl­miðill sem lýt­ur engu aga­valdi og tel­ur sig eiga ör­uggt skjól meðal meiri­hluta þing­manna geng­ur óhikað gegn eig­in siðaregl­um og þver­brýt­ur lög sem um starf­semi hans gilda. Slík­ur fjöl­miðill get­ur ekki haldið því fram að hann sinni „fjöl­miðlaþjón­ustu í al­mannaþágu“. Er ekki kom­inn tími til fyr­ir skatt­greiðend­ur að segja: hingað og ekki lengra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergur Felixson er látinn

Bergur Felixson er látinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Í gær

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn