fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

„Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa frétt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðar ferðir Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi formaður borgarráðs, eru gagnrýndar af fulltrúum minnihlutans í Morgunblaðinu í dag.

Blaðið greindi frá því í gær að Dagur hefði farið í 26 ferðir og dvalið erlendis í tæpa þrjá mánuði það sem af er kjörtímabilinu.

Hildur Björnsdóttir, oddviti, Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir við Morgunblaðið í dag að auðvitað sé eðlilegt að eiga í heilbrigðu alþjóðasamstarfi. „En það vekur spurningar þegar fyrrverandi borgarstjóri og nú formaður borgarráðs ferðast meira til útlanda en formaður utanríkismálanefndar Alþingis gerir,“ segir hún.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng í samtali við blaðið.

„Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa frétt í morgun,“ segir hún en tekur þó fram að hún hafi skilning á því að fólk skipuleggi ferðir. Tilgangurinn þurfi þó að vera skýr og þjóna hagsmunum borgarbúa.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, segist hafa skilning á því að sumar ferðir séu gagnlegar en þetta séu mjög margar ferðir.

„Ég set líka spurningu við dagpeningagreiðsluna og hvað þetta kristallar muninn á þeim efnameiri og efnaminni. Þeir efnaminni hafa ekki tök á því að fara til útlanda,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“