fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2024 10:00

Í þættinum í gærkvöldi var meðal annars rætt við lettneska smiðinn Sandris Slogis. Mynd/Skjáskot úr þætti Kveiks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fréttaskýringaþáttur Kveiks í gærkvöldi hafi vakið umtal á samfélagsmiðlum en þar var sagt frá fjölda erlendra verkamanna hér á landi sem býr við harðræði og eru jafnvel fórnarlömb vinnumansals. Þá dveljist þeir í húsum sem vart geta flokkast sem mannabústaðir.

Í þættinum var meðal annars rætt við smið frá Lettlandi, Sandris Slogis, sem kom ti Íslands eftir að hafa komist í samband við starfsmannaleigu sem er með skrifstofu bæði á Íslandi og í Lettlandi. Félagar hans höfðu unnið hér fyrir nokkrum árum og talað vel um landið.

Lofað hálfri milljón á mánuði eftir skatt

Mest um vert var þó að kaupið átti að vera gott og segist Sandris hafa verið lofað hálfri milljón á mánuði eftir skatt. Raunin varð þó önnur því hann fékk greiddar 2.500 krónur á tímann fyrir skatt í dagvinnu og 4.500 krónur í yfirvinnu. Þá var ýmis kostnaður dreginn frá laununum, til dæmis 90 þúsund krónur fyrir leigu á herbergi. Fékk hann því í mesta lagi um 300 þúsund krónur á mánuði.

Fyrst eftir að Sandris kom til landsins dvaldi hann í lítilli kjallaraíbúð sem starfsmannaleigan útvegaði honum. Þar dvaldi hann ásamt þremur lettneskum karlmönnum og var hann látinn sofa á dýnu á gólfinu. Fyrstu nóttina sem hann svaf þar var hann bitinn af veggjalús. Sandris dvelur nú í skárra húsnæði en aðrir starfsmenn búi í húsakynnum sem vart geta talist mannabústaðir.

Ásmundur miður sín

Þátturinn í gærkvöldi hefur vakið talsvert umtal á samfélagsmiðlum þar sem bæði fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa tjáð sig.

„Ég horfi ekki oft á sjónvarp en settist yfir Kveik í kvöld. Ég er miður mín yfir framkomu við þetta fólk og greinilegum launaþjófnaði sem það verður fyrir. Hvernig getum við tekið á þessu svínaríi? Í öllum áföllum og vanda þarf að ræða vandamálið svo eitthvað lagist,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni. Margir tóku undir með Ásmundi í athugasemdum við færsluna: „Ég er í sjokki…Hvernig fær þetta að viðgangast,“ spurði til dæmis ein kona.

Vill ekki láta kenna sig við svona samfélag

„Umfjöllun Kveiks í gærkvöld um vinnumannsal Íslendinga á erlendum verkamönnum sem búa hér við óboðlegar aðstæður og eru rændir launum sínum í þrælahaldi nútímans, sýndi samfélag sem ég vil ekki kenna mig við. Svo einfalt er það,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, á Facebook-síðu sinni og bætti við: „Mig hefur lengi grunað að eitt og annað væri athugavert við vinnumarkaðinn i verktakabransanum en ekki grunaði mig að ástandið væri svona slæmt. Þessi afhjúpun var áfall.“

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi á Morgunblaðinu, tók undir með Ólínu en skaut um leið á stéttarfélög landsins. „Undarlegt, miðað við eftirlitsbáknið og hin moldríku stéttarfélög að ekki sé hægt að hafa þetta í lagi.“

„Skammarlegt og ógeðfellt. Hér verður að bregðast hart við,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður, undir færslu Ólínu. Aðrar athugasemdir voru í svipuðum dúr: „Mjög alvarlegt og sorglegt,“ sagði í einni og í annarri sagði: „Algjörlega ótrúlegt og til háborinnar skammar.“

Í þættinum í gærkvöldi var meðal annars rætt við Sögu Kjartansdóttur, sérfræðing á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, sem sagði að mansal og misneyting launafólks þrífist á íslenskum vinnumarkaði. „Verkalýðshreyfingin hefur í mörg ár verið að benda á að þetta er vaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði hún.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“