fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Sjö eru í haldi lögreglu eftir að miklum verðmætum var stolið frá ELKO um helgina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 17:59

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar,  þrír karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi til 27. september samkvæmt úrskurði  Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

Fjórmenningarnir eru grunaður um að hafa átt hlut að innbrotum í tvær verslanir ELKO á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Brotin áttu sér stað á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Málin voru tilkynnt lögreglu í gærmorgun en önnur verslunin er í Lindunum í Kópavog og hin í Skeifunni. Mbl.is greindi frá því í gær að helst hafi farsímum verið stolið í innbrotunum.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var miklum verðmætum stolið í innbrotunum en fjórmenningarnir voru handtekin á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Þrír til viðbótar eru jafnframt í haldi lögreglu vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir fleirum. Allir sjö sakborningarnir eru erlendir ríkisborgarar.

Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og farið hefur verið í húsleitir auk þess sem hald hefur verið lagt á tvö ökutæki, en lögreglan gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar