fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Rússar nota Ísland til að dreifa falsfréttum um Kamölu Harris – Upplogin frétt um árekstur og flótta

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. september 2024 13:40

Pútin vill ekki að Harris verði forseti og beitir öllum brögðum til að reyna að koma á hana höggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn og aftur er Ísland notað til að fela slóð netglæpa og vafasamra athafna. Nú hefur bandarískir leyniþjónustufulltrúar upplýst að Rússar hafi birt falsfréttir um forsetaframbjóðandann Kamölu Harris og falið slóð sína í gegnum Ísland.

Engum dylst að Vladímír Pútín vill að Donald Trump vinni forsetakosningarnar í nóvember. En Repúblikanar hafa hótað að draga úr stuðningi við Úkraínu, sem myndi gera Rússum auðveldara fyrir að hernema landið. Verður Kamala Harris kjörin forseti verður stuðningi við Úkraínu áfram haldið.

Hafa rússneskir hakkarar, með tengsl við stjórnvöld í Kreml, orðið uppvísir af því að reyna að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar. Meðal annars með því að birta og dreifa falsfréttum og fölsuðum myndskeiðum af Harris.

Falsað myndband

Nú hefur bandaríska leyniþjónustan rakið falsfréttasíðu til Íslands. Það er nýstofnaða stöð sem kallaðist KBSF-TV og átti að vera fréttastofa í San Francisco.

Þann 2. september var birt falsfrétt þar sem sagt var að Kamala Harris hefði keyrt á konu og flúið af vettvangi árið 2011. En þá var hún ríkissaksóknari Kaliforníu fylkis. Í falsfréttinni var einnig myndband þar sem mátti sjá konu fullyrða að Harris hefði keyrt á sig og skilið sig eftir lamaða.

Leikari segir að Kamala hafi keyrt á hana og flúið og hún sé lömuð á eftir.

Fréttin var algjörlega upplogin og umrædd vefsíða búin til nokkrum dögum áður en hún var birt. Engu að síður var henni dreift víða, einkum á samfélagsmiðlasíðum hægrimanna í Bandaríkjunum.

Að sögn leyniþjónustunnar ODNI bera Rússar ábyrgð á falsfréttinni og myndbandinu sem henni fylgdi.

„Þetta efni er í samræmi við aðrar tilraunir Rússa til þess að styrkja stöðu hins fyrrverandi forseta [Trump] og veikja stöðu varaforsetans [Harris] og Demókrataflokksins, meðal annars með samsæriskenningum,“ sagði fulltrúi ODNI í yfirlýsingu.

Withheld for Privacy

Lénið kbsf-tv.com var skráð hjá fyrirtækinu Namecheap þann 20. ágúst síðastliðinn og heimilisfangið skráð í Reykjavík. Namecheap hefur skráð vefsíður í gegnum fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi 2. Hafa meðal annars ýmsir netglæpamenn falið slóð sína með þessum hætti, svo sem til fjársvika og að dreifa hatursáróðri.

Sjá einnig:

Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert

Lögreglan segist ekkert geta gert þar sem engin gögn eru geymd á Íslandi. Mál Withheld for Privacy hafa verið rædd í að minnsta kosti þremur ráðuneytum en stjórnvöld hafa hins vegar ekkert gert í málinu. Lögreglan fær reglulega fyrirspurnir frá erlendum lögregluembættum um Withheld for Privacy og því hefur hún látið útbúa sérstakt svarskjal til að senda þeim.

Hópar með tengsl við Kreml

Forsvarsmenn tæknirisans Microsoft greindu frá því í síðustu viku að Rússar væru að beina spjótum sínum að Harris með falsfréttum og fölsuðum myndböndum. Í skýrslu fyrirtækisins var þessi starfsemi rakin til hópa sem kallast Storm-1516 og Storm-1679 og hafa tengsl við Kreml.

Meðal annars var áðurnefnt myndband af hinum sviðsetta árekstri nefnt í skýrslunni. Varaði Microsoft við því að aðferðir sem þessar myndu aðeins færast í aukana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi