fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Bæjarstjórn Árborgar hækkar skatta á íbúa vegna fjárhagsvanda – Þetta eru hækkanirnar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. september 2024 15:04

Bragi bæjarstjóri segist harma hækkunina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Árborgar hefur tilkynnt að hún muni leggja á álag útsvars afturvirkt frá upphafi árs 2024. Upphæðirnar verða hins vegar rukkaðar á næsta ári, sumarið 2025.

Í tilkynningu frá bænum eru listuð dæmi af hverjar upphæðirnar geta verið fyrir fólk. Eru þær til dæmis 147.400 krónur fyrir fólk sem hefur 10 milljónir í árslaun og 221.100 krónur fyrir fólk sem hefur 15 milljónir í árslaun.

„Þessar álögur verða sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar munu sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Þá birtir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokks, færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann fer yfir hækkunina.

„Bæjarstjórn Árborgar hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir undanfarin ár í tengslum við endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Ein af þeim er aukið álag á útsvar að hámarki til tveggja ára, sem samþykkt var í samráði við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Þetta er ákvörðun sem engum bæjarfulltrúa langar að taka en staða sveitarfélagsins var það alvarleg að ekki var komist hjá því samhliða öðrum hagræðingum,“ segir Bragi í færslunni. „Skil vel að þetta kemur illa við okkur íbúa núna. Það er verkefnið áfram að gera rekstur sveitarfélagsins þannig að hægt sé að lækka álögur á íbúa en viðhalda þeirri þjónustu sem á að veita.“

Fjallað hefur verið um fjárhagsvandræði Árborgar á undanförnum misserum. Meðal annars greip bæjarstjórn til þess að segja upp 57 starfsmönnum í apríl á síðasta ári og lækka laun æðstu stjórnenda um 5 prósent. Var það þó gagnrýnt hvar niðurskurðarhnífurinn lenti, það er á starfsfólki sem þegar var með lág laun en sinnti mikilvægri þjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“