fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ein kærði nauðgun og fjórar töldu sig hafa orðið fyrir ofbeldi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 13:24

Sólon Guðmundsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eng­in of­an­greindra fimm kvenna hef­ur áhuga á því að vera hluti af op­in­berri umræðu um málið. Þvert á móti þá hef­ur fjöl­miðlaum­fjöll­un síðustu daga verið þeim þung­bær,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í hádeginu.

Fjallað var um mál 28 ára flugmanns hjá Icelandair, Sólons Guðmundssonar, í fréttum Stöðvar 2 á föstudag en hann féll fyrir eigin hendi í lok ágúst eftir að mál honum tengd voru tekin fyrir hjá Icelandair.

Kom fram að fjölskylda hans vildi að lögreglurannsókn færi fram á andláti hans, en fjölskyldan og talskona hennar, Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill, fullyrtu að Sólon hefði verið lagður í einelti af tveimur samstarfskonum vegna sambands hans við aðra þeirra. Honum hafi verið sagt upp störfum vegna ásakana í hans garð en Icelandair hafi neitað að upplýsa hann um hverjar ásakanirnar væru.

Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi Vísi og mbl.is kemur fram að fimm konur hafi upplýst Icelandair um ofbeldi, andlegt eða líkamlegt eða hvoru tveggja, sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. Ein kvennanna lagði svo fram kæru sem fyrr greinir.

Í frétt Vísis sem unnin er upp úr yfirlýsingu Vilhjálms kemur fram að atvikið sem nær til nauðgunarákvæðisins hafi átt sér stað í lok júlí á þessu ári. Í beinu framhaldi hafi konan leitað til sálfræðings sem sendi hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Konan hafi svo upplýst Icelandair um meint brot og stuttu síðar lagt fram kæru.

Hödd, talskona fjölskyldunnar, var ómyrk í máli á Facebook eftir að fjallað var um málið á föstudag. Sagði hún að mál Sólons væri dæmi um að hin svokallaða MeToo-bylting hefði étið börnin sín.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti