fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Nakinn maður olli usla á Suðurlandsvegi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. september 2024 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður gekk heldur klæðlítill, eða öllu heldur kviknakinn, eftir Suðurlandsvegi fyrr í dag nálægt afleggjaranum inn í Heiðmörk, að sögn mbl.is, en DV hefur eins borist myndskeið af uppákomunni.

Vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeir óku framhjá manninum, enda var hann í fyrsta lagi fótgangandi á vegi fyrir akandi umferð og í öðru lagi var hann nakinn, um hábjartan dag. Annar maður var með í för en sá var í buxum.

Á myndbandi sem nú er í dreifingu af atvikinu má heyra að jafnvel börn urðu vitni að athæfinu, en álykta má að uppátækið hafi ekki vakið lukku því  kallað var til lögreglu sem sést á einu myndbandi leiða manninn af götunni og inn í lögreglubíl.

Rétt er að geta þess að athæfi sem þetta getur í vissum tilvikum flokkast sem blygðunarsemisbrot en í almennum hegningarlögum segir: Hver sem með listugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en fangelsi allt að 6 mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt.

Af orðalagi ákvæðisins má þó álykta að ekki nægi það eitt að vera nakinn á almannafæri heldur þarf eins að vera um lostugt athæfi að ræða. Hæstiréttur komst til dæmis að því árið 1984 að það væri ekki blygðunarsemisbrot að bera þjófhnappana í glugga bifreiðar, slík háttsemi væri til þess fallin að valda opinberu hneyksli en í þessu tilviki taldi dómari að enginn kynferðislegur þáttur, eða lostugt athæfi, hefði verið til staðar.

Þó er að finna í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Tilvik sem þessi hafa reglulega komið upp á Íslandi er gjarnan lokið með tiltali lögreglu án frekari eftirmála.

Uppfært: 15:30Vísir greinir frá því að mennirnir tveir hafi verið að baða sig í Hólmsá þegar lögreglu barst fyrst ábending um málið. Þegar lögreglu bar að garði voru mennirnir komnir upp á veg og var nakta manninum var fylgt á bráðamóttökuna til að fá viðeigandi þjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?