fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sagði lögregluna dreifa upptökum af sér og auðvelda vinnuveitanda og samstarfsfólki að njósna um sig

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur kvartaði til Persónuverndar og vildi meina að lögreglumaður hefði tekið myndskeið úr eftirlitsmyndavélum, þar sem sjá mátti manninn, og dreifa þeim til óviðkomandi aðila og þar að auki dreifa upplýsingum um hann til vinnuveitanda og samstarfsfólks. Persónuvernd sagði hins vegar engar sannanir vera fyrir því þar sem orð mannsins stæðu gegn orðum lögreglunnar.

Maðurinn lagði kvörtunina fram árið 2021. Hann fullyrti að lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði dreift upplýsingum um hann til óviðkomandi aðila og þar að auki tekið myndskeið úr eftirlitsmyndavél, þar sem sjá mátti manninn, upp á síma sinn og sýnt öðrum.

Umræddur lögreglumaður bar ábyrgð á vöktun og eftirliti með ótilgreindum stað, líklega vinnustað mannsins, á þessum tíma. Vildi maðurinn sem kvartaði meina að lögreglumaðurinn hefði tekið upp efni úr eftirlitsmyndavél á síma sinn og sent það til vinnuveitanda mannsins. Vildi maðurinn einnig meina að lögreglumaðurinn hefði miðlað upplýsingum um athafnir og ferðir hans til óviðkomandi aðila þar á meðal samstarfsfólks.

Maðurinn starfaði á þeim tíma á ótilgreindum vinnustað en lögreglumaðurinn hafði vegna vinnu sinnar aðgang að myndavéla- og öryggiskerfi vinnustaðarins. Fullyrti maðurinn að lögreglumaðurinn hefði dreift upplýsingum um hann til annarra þar á meðal samstarfsfólks.

Maðurinn sagðist hafa upplifað að starfsmenn hins ótilgreinda vinnustaðar og aðrir lögreglumenn en umræddur lögreglumaður hafi búið yfir upplýsingum um ferðir hans. Allt þetta fólk hafi síðan almennt vitað hvar hann hafði haldið sig og hvað hann hefði tekið sér fyrir hendur. Það hafi verið á allra vitorði. Þá fullyrti maðurinn að myndefni úr eftirlitsmyndavélum hafi verið tekið upp á síma þessa tiltekna lögreglumanns og það hafi verið sýnt samstarfsfólki mannsins.

Væntanlega átti maðurinn við ferðir og athafnir sínar á yfirráðasvæði hins ónefnda vinnustaðar en allar upplýsingar um vinnustaðinn hafa verið afmáðar úr úrskurði Persónuverndar.

Höfðu haft afskipti af manninum

Í andsvörum sínum sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hún hefði haft afskipti af manninum í allnokkur skipti þar sem talið væri að maðurinn hefði ekki farið að lögum. Þau atvik sem um ræði hafi verið þess eðlis að nauðsynlegt hafi verið talið að aðilar, sem ekki kemur fram hverjir eru, væru upplýstir um ferðir hans og athafnir á svæðinu. Starfsmenn embættisins hafi veitt vinnuveitanda mannsins umræddar upplýsingar munnlega. Ekkert liggi fyrir hjá embættinu um að miðlun upplýsinganna hafi farið fram með þeim hætti að starfsmaður embættisins hafi tekið upp myndskeið úr umræddum eftirlitsmyndavélum á símtæki sitt og sýnt öðrum.

Persónuvernd segir í sinni niðurstöðu að þar sem orð standi gegn orði í málinu telji stofnunin, að virtum sínum valdheimildum, ekki tilefni til frekari rannsóknar. Teljist því ósannað að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir vinnslu persónuupplýsinga mannsins í trássi við lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni