Ísraelsher gerði skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanons, eftir að Hisbollah-samtökin réðust á skotmörk í norðurhluta Ísraels fyrr í dag.
BBC segir að sprengingar hafi heyrst víða í suðurhluta Beirút en ekki liggja fyrir upplýsingar um mannfall að svo stöddu.
Gríðarleg spenna ríkir í samskiptum Ísraels og Líbanons eftir að leyniþjónustustofnun Ísraels, Mossad, gerði árásir á liðsmenn Hisbollah-samtakanna í vikunni með því að sprengja símboða og talstöðvar. Um var að ræða þaulskipulagða árás sem var mörg ár í undirbúningi.
Allt á suðupunkti í Líbanon: Allsherjarstríð yrði „dómsdagsatburður“
BBC segir frá því að Ísraelsher hafi í árásum sínum eftir hádegið beint spjótum sínum að Dahieh-hverfinu í Beirút en það er eitt helsta vígi liðsmanna Hisbollah.
Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikla eyðileggingu í hverfinu; byggingar og bíla í rúst meðal annars. Hverfið er mjög þéttbýlt og því óttast að umtalsvert mannfall hafi orðið.
Ambulances are retrieving the wounded & victims, including children & adults, after an israli airstrike in Al-Qaem area in south Beirut, Lebanon pic.twitter.com/aBtD6kwJ1O
— Sarah Wilkinson (@swilkinsonbc) September 20, 2024
Beirut is right now pic.twitter.com/z9GfcYdHn7
— K#a|id (@libzay) September 20, 2024