fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlahöfundurinn, samfélagsrýnirinn og dýraverndunarsinninn Ole Anton Bieltvedt er allt annað en sáttur við Davíð Oddsson ritstjóra Morgunblaðsins. Ole segir að Davíð standi ekki við eigin ritstjórnarstefnu, þoli ekki gagnrýni á eigin skrif og birti hana ekki heldur.

Ole Anton skrifar pistil um þetta á vef Vísis sem birtist í morgun en hann sendi Davíð bréf fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýndi að hafa ekki fengið birta aðsenda grein í blaðinu. Birtir hann bæði bréfið til Davíðs og greinina sem ekki var birt á síðum Morgunblaðsins.

Vildi Ole Anton fá að svara Staksteinum frá 29. ágúst þar sem tekið var undir sjónarmið sem komu fram í skrifum Hjartar J. Guðmundssonar daginn áður. Hjörtur skrifaði pistil undir fyrirsögninni Telja Brussel vera langt í burtu hvar hann reyndi meðal annars að færa rök fyrir því að mörg dæmi séu um að ríki innan ESB hafi orðið undir þegar ákvarðanir hafa verið teknar í ráðherraráðinu. Nefndi hann dæmi um Dani og sagði að margir Danir telji ESB vera fjarlægt. Velta megi fyrir sér hver upplifun Íslendinga yrði innan sambandsins.

Þessu vildi Ole fá að svara þar sem ritstjórinn hafi augljóslega trúað staðhæfingum Hjartar og tekið undir þær í Staksteinum daginn eftir að grein Hjartar birtist. Ole er hins vegar á öndverðum meiði.

„Ritstjóri talar um „hálfan þingmann“, en með þessu orðatiltæki vill hann gera lítið úr þeirri staðreynd, að, ef við gengjum í ESB, myndum við fá 6 fulltrúa á Evrópuþingið af þeim 720, sem þingið skipa. Það kaldhæðnislega við þessa tilraun ritstjóra til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, er, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki, Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa,átti forseta framkvæmdastjórnarinnar, áhrifamesta einstakling sambandsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019,“ sagði hann meðal annars í svarinu til Staksteina sem ekki hefur verið birt á síðum Morgunblaðsins.

Í bréfinu sem hann sendi Davíð og birt er á Vísi segist hann hafa viljað gagnrýna skrifin og því sent inn svargrein samdægurs með beiðni um birtingu.

„Góð regla alvöru fjölmiðla hefur verið að birta svargreinar innan viku frá birtingu þess pistils, sem verið er að svara. Mín gagnrýni hefur hins vegar ekki „fengið framgang“. Meira en 2 vikur eru liðnar, en svargreinin hefur ekki verið birt. Nýr framleiðslustjóri bað um, að svargreinin yrði stytt, yrði skorinorðari. Var við því orðið. Hvað er hér á seyði? Ertu búinn að farga ritstjórnarstefnunni góðu, eða gildir hún bara um alla, nema þig sjálfan? Má ekki gagnrýna þinn málflutning í blaðinu?“

Ole segist hafa verið áskrifandi blaðsins í áratugi og hann er augljóslega ekki sáttur við vinnubrögð Davíðs.

„Fyrir mér kemur nú endanlega í ljós, hvaða virðingu þú berð, annars vegar, fyrir boðaðri stefnu sjálfs þín, og, hins vegar, fyrir ímynd, gæðum og heiðarleika blaðsins. Vill ritstjórn stuðla að einhliða skoðanamyndun, sem er henni þóknanleg, eða vill hún, að „allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang“?

Ég bíð spenntur eftir þínu svari og viðbrögðum. Fyrir mér er mannorð þitt í húfi.

Beztu kveðjur“

Ole segir að auðvitað hafi ekkert svar komið og engin birting. Birtir hann því svargreinina óstytta á vef Vísis og geta áhugasamir lesið hana hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“