fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Einar teiknaði „píkutrylli“ á Ragnhildi Öldu – Myndband

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 20:00

Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltúi Sjálfstæðisflokksins greinir frá því í myndbandi á TikTok að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi reiðst svo út í hana að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi hann teiknað á mynd af henni sem fylgdi grein sem hún hafði skrifað í Morgunblaðið. Á myndina hafði Einar teiknað oddhvöss eyru og langan og mjóan hökutopp en Ragnhildur Alda minnir á að hökutoppur sé oft kallaður píkutryllir. Einnig var borgarstjórinn búinn að teikna í augu borgarfulltrúans á myndinni og dekkja þau.

Ragnhildur Alda segir að Einar hafi viðurkennt það fúslega fyrir henni að hafa teiknað á myndina með því að rétta henni eintakið af Morgunblaðinu sem hann var búinn að teikna á. Mögulega hefur Einar viljað breyta myndinni af Ragnhildi Öldu í skopmynd þar sem sjá mætti hana í líki kölska. Ragnhildur Alda segir svo frá í myndbandinu:

„Það getur verið svolítið strembið að starfa í pólitík. Ekki síst vegna þess að við erum ekki alltaf sammála. En ég held að ég sú fyrsta sem hafi tekist að reita starfandi borgarstjóra það mikið til reiði að hann krotaði út mynd af mér í Morgunblaðinu. Ég skrifaði sem sagt grein síðasta þriðjudag og honum leist greinilega alls ekki á þessa grein þannig að hann rétti mér hana svona útkrotaða eftir síðasta borgarstjórnarfund,“ segir Ragnhildur Alda og sýnir myndina sem Einar teiknaði á með fyrrgreindum hætti.

Ofvaxinn píkutryllir

Ragnhildur Alda reynir síðan í myndbandinu að geta sér til um hvað Einar hafi verið að reyna að teikna:

„Eins og þið sjáið er ég þarna komin með … ætli þetta sé píkutryllir? Mögulega geitaskegg. Ofvaxinn píkutryllir skulum við segja og ég held að þetta séu álfaeyru frekar en horn en ég get náttúrulega ekki vitað hvað okkar maður var að hugsa.“

Ragnhildi Öldu virðist vera nokkuð skemmt yfir tilburðum Einars og telur þá sanna að hún hafi náð að hafa verulega áhrif á borgarstjórann með andstöðu sinni í minnihlutanum í borgarstjórn:

„Þannig að þetta er náttúrulega svolítið merkilegt. Það er ekkert öllum sem tekst að hafa svona mikil áhrif á fólk. Þannig að ég ætla að sjálfsögðu að setja þetta í ramma.“

Myndbandið endar á því að Ragnhildur Alda sýnir síðuna úr Morgunblaðinu með greininni og meðfylgjandi myndinni, sem Einar er búinn að teikna á, innrammaða. Hún segist ætla að fara með rammann niður í Ráðhús Reykjavíkur og sýna öðrum borgarfulltrúum og kanna hvort þeim sé ekki jafn skemmt og henni. Það fylgir ekki sögunni hvort sú hafi verið raunin en myndbandið endar á því að sjá má rammann með teikningu Einars á fundarborði borgarráðs.

Myndbandið þar sjá má afrasktur skopmyndagerðar borgarstjórans af borgarfulltrúanum er hér fyrir neðan.

@ragnhilduraldaVar maðurinn að teikna djöful 😈, geitakarl 🐐 eða kannski vampírukarl? 🧛‍♀️ það er stóra spurningin… 👨🏻‍🎨♬ Jazz Bossa Nova – TOKYO Lonesome Blue

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“