fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fréttir

Íslenskur unglingur keypti dýran sláttutraktor en fékk hann aldrei

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 2. september 2024 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli sem varðar kaup 16 ára drengs á sláttutraktor sem drengurinn greiddi hátt í hálfa milljón króna fyrir. Sláttutraktorinn var hins vegar aldrei afhentur og lagði móðir drengsins því fram kvörtun til nefndarinnar og krafðist endurgreiðslu.

Kvörtunin var lögð fram í febrúar síðastliðnum og var endurgreiðslu, alls 399.900 krónur, krafist. Aðilinn sem tók við pöntuninni og greiðslunni virti óskir nefndarinnar um andsvör og gögn að vettugi.

Í úrskurðinum kemur fram að drengurinn hafi pantað sláttutraktorinn sumarið 2023 og greitt fyrir hann með millifærslu á bankareikning hins ónefnda aðila, sem drengurinn lagði fram pöntunina hjá.

Upphaflega átti að afhenda sláttutraktorinn mánuði síðar en afhendingu var frestað um tvo mánuði. Síðan þá hefur ekkert náðst í aðilann sem seldi drengnum sláttutraktorinn og heldur ekki í eiganda fyrirtækisins. Af þessu má ráða að drengurinn hafi pantað sláttutraktorinn hjá fyrirtæki og lagt peningana inn á reikning þess en fyrirtækið er ekki nafngreint í úrskurðinum.

Þegar ekkert bólaði á sláttutraktornum krafðist móðir drengsins endurgreiðslu og riftun kaupanna á grundvelli laga um neytendakaup.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að þar sem söluaðilinn hafi ekki tekið til neinna varna verði að leggja það til grundvallar að hann hafi aldrei afhent vöruna sem hann tók greiðslu fyrir. Nefndin féllst því á það með móður drengsins að tilefni sé til að rifta kaupunum samkvæmt ákvæðum laga um neytendakaup og leggur það fyrir söluaðilann að endurgreiða sláttutraktorinn.

Hvort það muni nást í söluaðilann til að fá endurgreiðsluna á væntanlega eftir að koma í ljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr biskup vígður – „Starfið í Þjóðkirkjunni er því eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi“

Nýr biskup vígður – „Starfið í Þjóðkirkjunni er því eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Ekki hrifinn af bróður sínum sem varaforsetaefni

Ekki hrifinn af bróður sínum sem varaforsetaefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís segir Auði vera á villigötum og slengja fram órökstuddum fullyrðingum

Ásdís segir Auði vera á villigötum og slengja fram órökstuddum fullyrðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp