fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fréttir

Úkraínumenn hafa fundið veikan punkt hjá Rússum og beina drónum sínum að honum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 03:19

Mynd frá árás Úkraínu á eldsneytisbirgðastöð í Belgorod í Rússlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn gerðu eina umfangsmestu árásina á Rússland, frá upphafi stríðsins, aðfaranótt sunnudags. Hernaðarsérfræðingur segir að Úkraínumenn hafi fundið veikan punkt hjá Rússum sem eigi erfitt með að verjast langt að baki víglínunni.

„Úkraínumenn verða sífellt öflugri og geta gert fleiri árásir sem takast,“ sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, í samtali við TV2 um árásirnar aðfaranótt sunnudags en þá sendu Úkraínumenn mikinn fjölda dróna í átt að raforkuverum, olíuhreinsistöðvum og fleiri innviðum.

The New York Times segir að Rússar telji árásina eina þá stærstu frá upphafi stríðsins í febrúar 2022.

„Úkraínumenn reyna að hæfa Rússa þar sem þeir finna mest fyrir því. Þetta mun hafa áhrif á getu Rússa til há stríð og getur gert út af við stríðsefnahagslífið,“ sagði Nielsen.

Rússnesk yfirvöld segja að loftvarnarsveitir hafi skotið alla 158 drónana, sem Úkraínumenn sendu inn yfir landið, niður yfir 15 héruðum.

En á samfélagsmiðlum og rússneskum fjölmiðlum er sagan önnur því þar er skýrt frá eldum og sprengingum í meðal annars olíuhreinsistöð í Moskvu og raforkuveri í Tver.

Í Rostov hefur olíuhreinsistöð brunnið í tvær vikur eftir árás Úkraínumanna og sýnir það að Rússar eiga erfitt með að takast á við árásirnar.

Nielsen sagði að rússneskir orkuinnviðir hafi verið sérstaklega í kastljósi Úkraínumanna frá sumrinu 2023 og margt bendi til að það hafi haft afleidd áhrif á rússneskt efnahagslíf. „Það eru merki um að Rússar eigi virkilega erfitt með að láta efnahaginn hanga saman,“ sagði hann og benti á að verðbólgan hafi mælst 9,1% í júlí. Þess utan hafi Rússar, sem eru venjulega stórútflytjendur á olíu, neyðst til að flytja inn olíu.

Nielsen benti á að stakar árásir hafi ekki endilega mikil áhrif en hins vegar séu Úkraínumenn með langtímamarkmið um að flytja stríðið meira inn í Rússland.

Rússneska hagstofan er nú hætt að birta tölur um olíuframleiðslu landsins og gögn benda til að hætta sé á að rússneska hagkerfið ofhitni en það þýðir að eftirspurnin er við að ná því stigi að framleiðslugetan annar henni ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 3 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum