fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tveir læknar ósammála um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu – „Hann er ekki einn um að misskilja þessar niðurstöður“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. september 2024 18:30

Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur og Jón Magnús Kristjánsson fyrrverandi yfirmaður bráðadeildar Landspítala.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknarnir Jón Magnús Kristjánsson og Ragnar Freyr Ingvarsson eru ekki sammála um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Jón Magnús segir ný prinsipp komin inn í heilbrigðiskerfið en almenningur vilji ekkert meira en öflugt opinbert kerfi. Ragnar Freyr segir kollega sinn misskilja þjóðarviljann og að blandað kerfi sé helsti styrkleikinn.

Breytt prinsipp að borga sig fram fyrir

Jón Magnús, sem er bráðalæknir og fyrrverandi yfirmaður bráðadeildar Landspítalans, ræddi um einkarekstur í Morgunútvarpinu á RÚV á þriðjudag. Tilefnið var málþing ASÍ, BSRB og ÖBÍ um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu.

„Við Íslendingar viljum og höfum viljað í gegnum tíðina hafa sterkt opinbert heilbrigðiskerfi,“ sagði Jón Magnús í þættinum. Þetta hafi verið margkannað og sé efst á óskalista kjósenda fyrir hverjar alþingiskosningar. „Á sama tíma hefur á Íslandi myndast kerfi sem heilbrigðisþjónusta er keypt af einkaaðilum í gegnum sjúkratryggingar. Þetta eru tannlæknar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og læknastofur. Við erum með meira af þeim heldur en eru víðast annars staðar.“

Í öðrum löndum sé þjónusta eins og veitt sé hér á læknastofum oftar veitt á göngudeildum spítala. Nefnt var í þættinum að á Íslandi sé nú hægt að borga sig fram hjá löngum biðlistum í brjósklosaðgerðir. Það kosti 1,2 milljónir króna.

„Ef þú hefur tiltekin fjárráð þá getur þú keypt þessa tilteknu aðgerð sem þú þarft annars að bíða eftir,“ sagði Jón Magnús.

Þetta séu breytt prinsipp í heilbrigðiskerfinu. Orsakirnar sé að finna í vanfjármögnuðu heilbrigðiskerfi sem ali af sér langa biðlista. Þá vilji fólk fá eitthvað annað.

Fyrir utan að vera ósanngjarnt þá fylgi þessu ýmsir gallar, svo sem að ef einfaldari aðgerðir séu teknar út af spítölunum þá glatast þekkingin þar inni. „Kerfið má ekki verða á forsendum þeirra sem veita þjónustuna,“ sagði Jón Magnús.

Jón Magnús og BSRB misskilji niðurstöður

Þessu er Ragnar Freyr, sem er formaður Læknafélags Reykjavíkur, ekki sammála. „Íslendingar vilja blandað heilbrigðiskerfi!“ segir  hann í færslu á samfélagsmiðlum. „Það hefur reynst okkur farsælt síðustu öldina!“

Vísar hann í rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sem voru gerðar fyrir BSRB fyrir nokkrum árum síðan.

Þar hafi komið fram mismunandi skoðanir Íslendinga á heilbrigðisþjónustu. Til dæmis að rúmlega 81 prósent hafi viljað hafa spítalarekstur fyrst og fremst á hendi hins opinbera en aðeins tæplega 29 prósent hafi viljað hafa sjúkraþjálfun þar.

Í gögnunum kemur vissulega fram að fáir vilji hafa heilbrigðisþjónustu fyrst og fremst hjá einkaaðilum, mest tannlækningar fullorðinna (19,5 prósent) og sjúkraþjálfun (18,2 prósent).

Stór hluti þjóðarinnar hafi viljað hafa blandað kerfi, það er að ýmsir þættir yrðu jafnt hjá einkaaðilum og hjá hinum opinbera. Til dæmis vildu 52,9 prósent hafa sjúkraþjálfun þar, 52,7 prósent sálfræðiþjónustu, 48,4 prósent læknastofur, 44,6 prósent lýðheilsustarf og 42,9 prósent geðheilbrigðisþjónustu.

Segir Ragnar Freyr að Jón Magnús, kollegi sinn, hafi haldið hinu öfuga fram í viðtalinu hjá RÚV. „Hann er ekki einn um að misskilja þessar niðurstöður,“ segir hann. „En það hefur BSRB líka endurtekið gert.“

Opinbert eða blandað

Þessu svarar Jón Magnús í athugasemdum við færsluna og spyr hvort það sé ekki rétt túlkun hjá sér að það sé einungis meirihlutavilji fyrir þremur þáttum í blönduðu kerfi. Læknastofum, sjúkraþjálfun og sálfræðimeðferðum.

„Það hefur alltaf komið mér á óvart í þessari rannsókn að nánast jafnmargir vilja að hið opinbera reki tannlæknaþjónustu miðað við kerfið sem hefur verið við lýði,“ segir Jón Magnús. „Ég sé ekki betur en að þessi rannsókn einmitt styðji þá fullyrðingu að almenningur vilji sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili með áður nefndum undantekningum.“

Ragnar Freyr nefnir hins vegar að allt kerfið sé blandað, það sé eðli íslenska kerfisins og að hans mati styrkur þess.

„Það er rétt að meirihluti aðspurðra í þessari könnun vill að sjúkrahúsþjónusta sé í höndum opinberra aðila, og meirihluti að heilsugæslan sé það líka en allt annað dansar á miðjunni – eins og kerfið okkar er í reynd. Það er allskonar, blandað,“ segir Ragnar Freyr. „Það er engin heldur að tala um að einkaaðilar komi að sjúkrahúsþjónustu – ekki enn þá alltént. Maður veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það má vel vera að það sé hagkvæmt og gott fyrir sjúklinga að stofnsetja legudeild utan spítalans. Þú þekkir eflaust einhverja sem kynnu að hafa áhuga á því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt