fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Play kynnir nýjan áfangastað: Stórfengleg matarmenning og fallegar strendur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur kynnt nýjan áfangastað og verður fyrsta flugið farið þann 24. maí næstkomandi.

Um er að ræða spænsku borgina Valencia og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september næstkomandi.

Valencia verður níundi áfangastaður Play á Spáni en fyrir flýgur félagið til Alicante, Barcelona, Fuerteventura, Gran Canaria, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife.

„Borgin státar af undurfögrum arkitektúr sem er auðséð á dómkirkju borgarinnar og hinu heimsfræga Lista- og vísindasafni. Matarmenningin er stórfengleg og þá eru fallegar strendur ekki langt undan. Skemmtana þyrstir munu síðan finna eitthvað fyrir sinn snúð í Ruzafa-hverfinu,“ segir í tilkynningu Play.

Valencia er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Play kynnir til sögunnar á jafnmörgum vikum. Miðasala er þegar hafin fyrir áætlunarferðir til Álaborgar í Danmörku, Faro í Portúgal og Pula í Króatíu á næsta ári en þar að auki hefur Play ákveðið að fjölga ferðum til Split í Króatíu.

„Þá er níundi áfangastaðurinn okkar á Spáni kominn í sölu og við sjáum fyrir mikinn áhuga á Valencia á næsta ári. Við viljum bjóða Íslendingum upp á öfluga áætlun til sólarlandaáfangastaða og Valencia mun án efa heilla þá sem sækja borgina heim. Einnig finnum við fyrir áhuga Spánverja á að nýta þjónustu okkar til Íslands þar sem farþegar geta nýtt sér að dvelja á okkar fagra landi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram innan leiðakerfis okkar,” segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi