fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Lögreglustöðin í Reykjanesbæ eini sérútbúni staðurinn þar sem burðardýr kúka fíkniefnum – Lögreglustjóri segir álagið mikið og aðstöðu skorta

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. september 2024 14:04

Lögreglustöð í Reykjanesbæ. Mynd/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag sitja 19 í gæsluvarðhaldi, aðallega vegna aðgerða lögreglu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Af þeim sitja 11 inni vegna innflutnings á fíkniefnum en aðrir eru grunaðir um brot á útlendingalögum eða um mansal.

Frá þessu greinir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í pistli á vef embættisins.

„Einn Íslendingur er í hópi þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi.  Aðrir eru frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu.  Flestir koma til landsins frá öðru Evrópulandi,“ segir Úlfar. „Þeir sem innbyrt hafa fíkniefni skila þeim af sér í gegnum meltingarveg í sérútbúinni aðstöðu á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ.  Aðstaða sem ekki er að finna á öðrum lögreglustöðvum eða fangelsum hér á landi.“

Að sögn Úlfars er álag á starfsmenn embættisins mikið, ekki síst vegna fjölda frávísunarmála. Aðgerðir lögreglu og tollgæslu í flugstöðinni séu einstakar ef horft er til þróunar slíkra afskipta hér á landi frá fullri þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu árið 2001.

Það sé þó áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæraeftirliti, ekki síst á innri landamærum. Frávísunarmálin séu orðin 622 en voru 439 á öllu árinu í fyrra.

„Fyrir íslenska þjóð skiptir eftirlit á innri landamærum Schengen gríðarlega miklu máli ekki síst þegar hriktir í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu,“ segir Úlfar. „Áherslur hafa verið á ytri landamærum Schengen samstarfsins en innri landamærum hefur að sama skapi verið gefinn lítill gaumur.“

Greining farþegaupplýsinga sé lykilþáttur í eftirliti á innri landamærum en hafi ekki áhrif á afnám persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen ríkja. Frumkvæðisvinna og innlend sem erlend lögreglusamvinna sé mikilvæg.

„Á sama tíma býr lögreglan á Suðurnesjum við aðstöðuleysi en eins og kunnugt er hefur einungis verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ og hefur svo verið frá því í október á síðasta ári.   Stöðin hefur að öðru leyti verið ónothæf,“ segir Úlfar. „Unnið er að endurbótum en brýnt er að hraða framkvæmdum, en áætlað er að  þeim ljúki í febrúar á næsta ári.  M.a. verða settir upp sérútbúnir gámar til bráðabirgða til að bæta vinnuaðstöðu lögreglu.   Lögreglustjóri hefur lagt á það áherslu að verkinu verði  lokið á þessu ári, en alls er óvíst að framkvæmdum ljúki á tilsettum tíma.  Reyndar bendir fátt til þess.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi