fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Laug því að hann væri faðir tveggja ungra stúlkna – Grunaður um mansal og situr í gæsluvarðhaldi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. september 2024 13:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, sem grunaður er um mansal, skjalafals og rangan framburð, hefur verið setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu. Landsréttur staðfesti á mánudag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að maðurinn yrði í gæsluvarðhaldi til dagsins í dag.

Forsaga málsins er sú að þann 4. júlí í sumar tók lögregla til skoðunar tvo flugfarþega sem höfðu komið til landsins. Um var að ræða tvær stúlkur sem sögðust vera undir 18 ára og þær væru komnar til Íslands til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi.

Við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að þeim hafði verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings sem ekki er nefndur á nafn í úrskurði Landsréttar. Sögðu stúlkurnar vin föður þeirra vera kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu þær upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila en sá er með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Önnur barnshafandi og hin með HIV

Samkvæmt gögnum barnaverndar Suðurnesjabæjar dvöldu stúlkurnar tvær í úrræði á þeirra vegum í nokkra daga fyrir fylgdarlaus börn. Þegar ætlaður faðir kom til landsins voru stúlkurnar sameinaðar honum.

Í greinargerð lögreglu kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggur fyrir að önnur stúlkan er barnshafandi og óvíst hver faðirinn er og þá liggur einnig fyrir að hin stúlkan er HIV smituð og móðir drengs sem staðsettur er í öðru ríki. Hefur konan ekki aðgang að honum nema í gegnum hinn grunaða.

Að kröfu Útlendingastofnunar voru stúlkurnar og maðurinn sem sætt hefur gæsluvarðhaldi látin undirgangast DNA-rannsókn og leiddi hún í ljós að hann er ekki faðir þeirra líkt og hann hefur haldið fram og dvalarleyfi þeirra grundvallast á. Skjöl sem staðfesti þessa niðurstöðu og maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær var gefið út, hafi fundist við húsleit sem framkvæmd var hjá manninum.

Umfangsmikil rannsókn

Kemur fram í greinargerðinni að lögreglu gruni að maðurinn sé vísvitandi og með skipulögðum hætti að blekkja íslensk stjórnvöld og gefa upp rangar upplýsingar í því skyni að fá dvalarleyfi fyrir aðila á fölskum forsendum og eftir atvikum hagnýta sér þau í mansali og hagnist á því. Þá er það einnig grunur lögreglu að maðurinn standi ekki einn að verki heldur njóti liðsinnis, samstarfs og eftir atvikum samvinnu annarra aðila.

Í greinargerð er krafa sóknaraðila rökstudd þannig:

„Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar ágætlega áfram. Rannsóknin er mjög umfangsmikil. Til rannsóknar er meint mansal, skjalafals, rangur framburður hjá stjórnvaldi og eftir atvikum brot á lögum útlendinga, s.s. skipulagt smygl á fólki.“

Taldi lögregla nauðsynlegt að fara fram á gæsluvarðhald svo maðurinn torveldi ekki rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni. Héraðsdómur tók undir þessa kröfu sem fyrr segir og staðfesti Landsréttur hana á mánudag. Rennur úrskurðurinn að óbreyttu út klukkan 16 í dag.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði ekki liggja fyrir hvort farið yrði fram á áframhaldandi varðhald þegar DV náði tali af honum á öðrum tímanum í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi