fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Þrír íslenskir menn sakaðir um stórfelld tollsvik með sígarettur – Undanskot upp á 740 milljónir króna

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. september 2024 19:00

Mennirnir eru grunaðir um að hafa svikist um að borga 740 milljónir í tóbaksgjald.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír íslenskir menn á fertugs og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir stórfelld tollsvik í tengslum við innflutning á sígarettum frá Evrópu. Tveir þeirra forsvarsmenn fyrirtækis sem seldi sígaretturnar og einn starfsmaður flutningafyrirtækis.

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo forsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf (áður Tóbaksfélag Íslands) og einn starfsmann flutningafyrirtækisins Thor Shipping fyrir brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki og til upptöku ávinnings og til greiðslu sektar samkvæmt tollalögum og almennum hegningarlögum. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Fundu vindlinga í sendingu

Meint brot voru framin á árunum 2015 til 2018. Eru þremenningarnir sakaðir um að hafa í alls níu skipti veitt íslenskum tollayfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar félagið Áfengi og tóbak flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Þýskalandi, Belgíu og Danmörku.

Hafi einn þeirra, starfsmaður Thor Shipping, tilgreint rangar vörutegundir í aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu. Annars vegar að um hafi verið að ræða prótein og hins vegar pappírsvörur. Með þessum gjörningum hafi þessir aðilar komist hjá því að borga meira en 740 milljónir króna í lögbundið tóbaksgjald.

Þann 10. apríl haldlögðu tollayfirvöld sendingu sem innihélt rúmlega 440 þúsund pakka af vindlingum. Sendingin var skráð sem prótein. Undanskotin í þessari einu sendingu voru rúmlega 270 milljónir króna samkvæmt ákærunni.

Kyrrsettar fasteignir og haldlagðar bankainnistæður

Fyrir utan að krafist er að þremenningunum verði dæmd refsing og þeir krafðir um greiðslu alls sakarkostnaðar þá er þess einnig krafist að áðurnefnd haldlögð sending af vindlingum verði gerð upptæk.

Að auki er krafist upptöku ávinnings og upptöku til greiðslu sektar á haldlögðum og kyrrsettum verðmætum í eigu sakborninga. Það er nokkrum fasteignum í Reykjavík, Garðabæ, Stykkishólmi og í Bláskógabyggð sem og bankainnistæðum í íslenskum krónum, Bandaríkjadollurum og evrum. En um er að ræða upphæðir upp á samanlagt hundruð milljónir króna.

Getur varðað allt að 6 ára fangelsi

Starfsmaður Thor Shipping var jafn framt viðskiptastjóri félaga hinna tveggja og sá um allt sem við kom félaginu Áfengi og tóbak ehf. Samkvæmt gögnum málsins fékk hann áframsend til sín tölvupóstsamskipti félaga sinna við seljendur tóbaksins þegar óskað var eftir því að Thor Shipping tæki að sér flutning á vörunum til landsins. Í þeim samskiptum kom fram að sendingarnar innihéldu tóbak.

Héraðssaksóknari birti ákæruna þann 5. september síðastliðinn. Brot gegn 172. greinar tollalaga geta varðað fangelsi allt að sex árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi