fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

„Næstu fjögur til fimm árin verða mjög erfið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 08:00

Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mynd/N4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að staðan í orkumálum hér á landi sé grafalvarleg. Guðmundur segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag en fjallað er um málið á forsíðu blaðsins.

„Næstu fjög­ur til fimm árin verða mjög erfið og lík­ur á að ein­hverj­ar raf­orku­skerðing­ar verði og það bæt­ir ekki úr skák að við erum að fara inn í næsta ár með mjög lága vatns­stöðu í uppistöðulón­um sem gæti þýtt að ekki verði næg for­gangs­orka til í kerf­inu,“ seg­ir Guðmund­ur við Morgunblaðið.

Landsnet gaf í gær út nýja orkuspá sem tekur til áranna 2024 til 2050 en þar kemur fram að spáð sé áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir rafmagni, sérstaklega vegna orkuskipta í samgöngum og aukinnar rafeldsneytisnotkunar. Gæti eftirspurnin aukist um allt að 116% árið 2050.

Í samantekt Landsnets segir að viðvarandi orkuskortur sé til skemmri tíma fram til ársins 2029 og aftur til lengri tíma eftir 2040. Líkur séu á forgangsskerðingum á næsta ári og engin úrræði séu til við verstu tilfellum þar sem skerðingar fara umfram heimildir í samningum.

Guðmundur Ingi bendir á í samtali við Morgunblaðið að nýjar virkjunarframkvæmdir eigi að fara af stað samkvæmt rammaáætlun. Óvissa sé þó um framkvæmdir sem búið er að samþykkja og ef þær raungerast ekki verði staðan enn verri.

„Við erum að súpa seyðið af því að fram­kvæmd­ir í raf­orku­kerf­inu, hvort held­ur sem er í flutn­ings­kerf­inu eða í virkj­un­um, hafa ekki fylgt þróun í eft­ir­spurn eft­ir,“ seg­ir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“