fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Fær ekki hærra örorkumat þrátt fyrir viðvarandi einkenni 13 árum eftir slys

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem sóttist eftir því að fá örorku sína metna hærri laut í lægra haldi fyrir úrskurðarnefnd velferðarmála. Úrskurðarnefndin staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga um óbreytt örorkumat.

Maðurinn varð fyrir vinnuslysi árið 2011 og var í kjölfarið metinn með 8% varanlega læknisfræðilega örorku. Maðurinn lýsti því fyrir nefndinni að honum hafi þó farið versnandi með árunum og þurfi enn í dag að sækja sjúkraþjálfun svo hann geti haldið sér á vinnumarkað. Jafnvel með sjúkraþjálfun hafi komið tímabil þar sem hann er óvinnufær vegna verkja og dofa.

Hann hafi loks verið sendur í taugapróf og greindist þá með skemmdir í taugum og vöðvum en samkvæmt prófinu megi rekja þessar skemmdir til vinnuslyssins 2011.

Leitaði maðurinn því eftir því að örorka hans yrði endurmetin út frá þessum upplýsingum. Sjúkratryggingar staðfestu þá upprunalegt mat í tvígang áður en maðurinn leitaði til úrskurðarnefndarinnar.

Gerði maðurinn athugasemd við að Sjúkratryggingar hafi falið lækni sínum að meta mál hans án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við hann sjálfan. Hann geti ekki einu sinni verið viss um að sá læknir hafi flett upp sjúkrasögu hans. Eins hafi ákvörðun Sjúkratrygginga ekki fylgt nokkur rökstuðningur og hafi dregist fyrir mistök að upplýsa hann um afstöðu stofnunarinnar í málinu.

Sjúkratryggingar ráku í vörnum sínum að læknir þeirra hefði framkvæmd endurmat út frá fyrra örorkumati. Þar komi fram að læknir á þeim tíma taldi ekki að einkenni myndu fara versnandi svo rekja megi til slyssins. Þau einkenni sem maðurinn glími við í dag tengist þeirri örorku sem hann hafi þegar verið metinn með en þeir sem greinast með varanlega örorku megi einmitt reikna með því að glíma við viðvarandi einkenni vegna þess.

Úrskurðarnefndin rakti að vinnuslysið hafi átt sér stað er maðurinn var að loka hliði og rann í hálku og féll. Við það hlaut hann tognun á baki og glímdi maðurinn við þráláta verki í kjölfarið. Einkenni mannsins í dag megi rekja til baktognunar sem sé samkvæmt miskatöflu örorkunefndar metið til allt að 8% örorku, sem maðurinn hafi þegar verið metinn sem. Taugaprófið breyti engu um það mat. Því var ákvörðun Sjúkratrygginga staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óli Björn mjög sár út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts: „Í engu var skeytt um friðhelgi einka­lífs þeirra sem um sárt áttu að binda“

Óli Björn mjög sár út í RÚV vegna fréttar um andlát Benedikts: „Í engu var skeytt um friðhelgi einka­lífs þeirra sem um sárt áttu að binda“
Fréttir
Í gær

Lést í alvarlegu umferðarslysi við Fossá

Lést í alvarlegu umferðarslysi við Fossá