fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Fréttir

Davíð Viðarsson lýsir yfir sakleysi og sakar ASÍ um samsæri gegn sér – „Ég var ringlaður og skildi ekk­ert af hverju ég var hand­tek­inn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víetnamski athafnamaðurinn Davíð Viðarsson, áður Quang Le, segir í einkaviðtali við mbl.is að hann sé saklaus afásökunum um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. Skilur hann ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og sakar Alþýðusamband Íslands um samsæri gegn sér.

Davíð, sem verður eftirleiðis kallaður Quang likt og í viðtalinu, sakar ASÍ um að hafa hótað starfsmönnum hans til að fá þá til að taka þátt í tilhæfulausri aðför. Starfsmenn hafi ekki þorað öðru en að hlýða svo þeim yrði ekki hent úr landi. Quang er meðal annars sakaður um að hafa tekið við greiðslum frá fólki frá Víetnam til að koma þeim til landsins og afla þeim dvalarleyfis með því að ráða það til sín í vinnu. Starfsmenn hafi svo lítið fengið greitt og verið látnir vinna myrkranna milli. Quang segir ekkert hæft í þessum áburði. „Ég gerði ekkert rangt“.

Quang segir að Kveikur og ASÍ hafi unnið saman að þætti um hann og tilkynnt vænta birtingu þáttarins til lögreglu sem hafi þá látið til skara skríða.„Ég fór beint í ein­angr­un og vissi því ekk­ert um þenn­an þátt. En það sem ég veit er að ASÍ er búið að vera með mig á heil­an­um. ASÍ dró lög­regl­una inn í þetta, ASÍ var búið að ræða við starfs­fólkið margsinn­is. Aldrei var gerð nein at­huga­semd við neitt.“

Næstu sjö vikurnar hafi hann verið læstur inni í gluggalausu herbergi og var ítrekað yfirheyrður af lögreglu sem gekk fast að honum að játa á sig ýmsar sakir, jafnvel fíkniefnainnflutning. Kom síðar á daginn að lögreglan taldi að hveiti sem fannst á einum veitingastað hans væri kókaín.

Quang gagnrýnir eins aðgerðir lögreglu gegn fjölskyldu hans. Meðal annars hafi aldraður faðir hans verið settur í fangelsi í sólarhring, en faðir hans hafi ekkert með starfsemi Quang að gera. Eins hafi bókhaldari fyrirtækis hans verið færð í einangrun sem og faðir hennar. Þau séu ekkert skyld honum en deili þó sama eftirnafni sem er mjög algengt í Víetnam en Quang líkir því við nafnið Jón á Íslandi.

ASÍ hafi fengið starfsmenn til að snúast gegn honum með því að hóta þeim að annars yrði þeim vísað úr landi aftur til Víetnam, jafnvel hafi starfsfólki verið lofað að með því að taka þátt í aðförinni gætu þau gert kröfu í þrotabú fyrirtækja hans og þar með grætt milljónir. Hótun um brottvikningu hafi mikil áhrif á fólk frá Víetnam þar sem í þeirra menningu sé það mikil hneisa að þurfa að flytja þangað aftur.

„Ég skil ekki hvaðan þess­ar ásak­an­ir koma. Eng­inn greiddi mér neitt. Mér skilst að ASÍ hafi búið til þá sögu að ef fólk var ekki til­búið að spila með og að samþykkja ein­hverja sögu um mig þá myndi starfs­fólk­inu vera vikið af landi brott, aft­ur til Víet­nam.“

Skiptastjóri eins þrotabúa Quang staðfesti í samtali við mbl.is að á annan tug starfsmanna hafi gert kröfu í búið og að kröfurnar séu óvenju háar. Quang átti blómlegt viðskiptaveldi þegar hann var handtekinn en þegar hann slapp úr gæsluvarðhaldi 14 vikum síðar var reksturinn í rjúkandi rúst. Viðtal mbl.is mun birtast í þremur hlutum en þann fyrsta má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja að Pútín ætli sér sigur fyrir þennan tíma

Segja að Pútín ætli sér sigur fyrir þennan tíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur“

„Þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur“
Fréttir
Í gær

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka
Fréttir
Í gær

„Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast“

„Maður veltir því fyrir sér hvað sé að gerast“