fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gefur sig eftir þrýsting frá Íslandi og átta öðrum ríkjum – Ráðleggja ekki Rússum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. september 2024 21:30

Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum munu ekki fara til Moskvu í október og ráðleggja stjórnvöldum í Rússlandi um efnahagsmál eins og til stóð. Níu ríki, þar á meðal Ísland, höfðu mótmælt áætlununum harðlega.

DV greindi frá málinu síðastliðinn föstudag. Það er að í fyrsta skipti frá innrásinni í Úkraínu hugðist Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn senda ráðgjafa til Rússlands eins og hann gerði á hverju ári fram að árásinni. En um er að ræða þjónustu sem sjóðurinn veitir öllum aðildarríkjum, samkvæmt fjórðu grein stofnsáttmálans.

Sjá einnig:

Ísland og átta önnur ríki reið út í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn – Ætla að ráðleggja Rússum

Sigurður Ingi Jóhannsson, var á meðal níu fjármálaráðherra Evrópuríkja sem mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Það er vegna þess að sjóðurinn væri með þessu óbeint að aðstoða Rússa við að halda úti sínum stríðsrekstri í Úkraínu. Auk Íslands mótmæltu fjármálaráðherrar allra hinna Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands.

Vegna þessa þrýstings hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ákveðið að fresta heimsóknum til Rússlands um óákveðinn tíma. Samkvæmt rússneska ríkismiðlinum TASS upplýsti Alexei Mozhin, fulltrúi Rússlands hjá sjóðnum, rússnesk yfirvöld um þetta. Ástæðan sem sjóðurinn gefur upp er hins vegar ekki pólitískur þrýstingur heldur að það skorti „tæknilegan undirbúning“ til þess að geta sinnt verkefninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi