fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Systir Sigurðar Fannars gagnrýnir vinnubrögð lögreglu – „Hann myndi aldrei skaða dóttur sína“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systir Sigurðar Fannars Þórssonar, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana á sunnudagskvöld, gagnrýnir hvernig fjölskyldu stúlkunnar í föðurlegg var tilkynnt um andlát hennar og málsatvik.

Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar með tilkynningu fyrr í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir, tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær til 24. september og er hann grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana.

Hulda Margrét Þorláksdóttir, er eldri hálfsystir Sigurðar móðurmegin. Fjölskyldan er, eðli málsins samkvæmt, í áfalli eftir tíðindin en í viðtali við Vísi gagnrýndi  Hulda Margrét hvernig fjölskyldu Sigurðar var tilkynnt um andlát dóttur hans, handtöku hans og málsatvik. 

Að sögn Huldu Margrétar mætti lögreglan heim til móður stúlkunnar á sunnudagskvöld til að tilkynna henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. 

Föðurfjölskyldunni ekki tilkynnt um atburðinn

Segir hún að móðir Kolfinnu Eldeyjar hafi beðið lögregluna um að tilkynna föðurfjölskyldu stúlkunnar um atburðinn. Það hafi hins vegar ekki verið gert og því hafi móðir Sigurðar Fannars og systkini hans ekki vitað neitt. Hulda segist sjálf hafa verið spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og dóttur hans.

Hulda segir að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og að Kolfinna Eldey hafi verið augasteinn föður síns. Fjölskyldan eigi því erfitt með að ímynda sér að Sigurður Fannar beri ábyrgð á ódæðinu. – „Hann myndi aldrei skaða dóttur sína,“ segir Hulda Margrét í stuttu samtali við DV.

Stórfjölskyldan eigi nú um sárt að binda og mörg lítil börn syrgi frænku sína sem þau þekktu vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti