fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Segir upp happdrættismiða SÍBS til hálfrar aldar vegna áfengissölu Hagkaupa – „Mér var mjög annt um þetta“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. september 2024 15:00

Hildur krafði SÍBS um svör þegar Hagkaup hóf netverslun með áfengi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SÍBS ætlar ekki að hætta að greiða út vinninga sína í inneignum hjá Hagkaupum eftir að netsala með áfengi hófst þar. Bera samtökin fyrir sig að ekki sé hægt að leysa út áfengi með vinningum. Kona sem hefur átt miða í hálfa öld telur orð framkvæmdastjóra innantóm og ætlar að segja upp miðanum.

„Ég og margir aðrir munum auðvitað hætta í þessu happdrætti. Mér var mjög annt um þetta og þykir þetta leitt,“ segir Hildur Helga Gísladóttir, starfsmaður Rauða krossins og fyrrverandi framkvæmdastjóri  Kvenfélagasambands Íslands. „Ég er búin að vera með miða þarna síðan ég var ung. Ég og mín fjölskylda styðjum við góð málefni. Ég er alin upp þannig.“

SÍBS hefur það á stefnuskrá sinni að „að bæta heilsu og vellíðan landsmanna með endurhæfingu, forvörnum, jákvæðri íhlutun, fræðslu og vitundarvakningu um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls.“ Vinningar í happdrætti SÍBS eru inneignarkort í Hagkaupum, 8.400 vinningar að heildarverðmæti 252 milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Hagkaup hefur hafið netsölu með áfengi hefur yfirlýst stefna SÍBS verið dregin í efa.

Sögðu allt stefna í eina átt

Hildur sendi Guðmundi Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, og Sveini Guðmundssyni, formanni, bréf og innti þá um svör hvort að viðskiptin við Hagkaup yrðu endurskoðuð.

Fékk hún þau svör að inneignarkortin væri ekki hægt að nota í áfengissölunni, sem heitir Hagar Wine B.V.. Sagði Guðmundur henni að þeir teldu að allt stefni í að allar helstu matvörukeðjurnar myndu bjóða áfengi nema lögum yrði breytt. Nú þegar væru það Heimkaup og Costco og óbeint Hagkaup, Bónus og fleiri fyrirtæki Haga.

Lofuðu mótvægisaðgerðum

Sagði hann að SÍBS væri að vinna að heilindum að mótvægisaðgerðum, það er spennandi verkefni á sviði hollustu sem tilkynnt yrði eftir áramót. Vinnigaskráin væri hins vegar fastákveðin af nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins og engu yrði breytt þar um.

Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS. Mynd/SÍBS

Að mati Hildar eru þessi orð hins vegar innantóm. Það væri frekar aum afsökun að vínbúðin sjálf væri ekki formlega hluti af Hagkaupum og að aðrar verslanir væru líka að selja áfengi. Það skipti hana ekki höfuðmáli hvort hægt væri að nota inneignarkortin sjálf til að kaupa áfengi heldur stefna fyrirtækisins. „Hagkaup eru að rýra trúverðugleika sinn,“ segir Hildur.

Segjast styðja takmarkaði aðgengi að áfengi

Í samtali við DV segist Guðmundur Löve, sem situr í umræddri nefnd ráðherra, líta á það svo að Hagkaup og áfengisnetsalan séu tvær aðskildar verslanir.

„Það er ekki hægt að að nota inneignarkort Hagkaupa í áfengisversluninni. Við tryggjum það,“ segir hann.

Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa rætt við Hagkaup um netsölu áfengis.

„Við styðjum eindregið takmarkað aðgengi að áfengi sem og öðrum óhollustuvörum,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum